NUM 2022 Finland verður haldið í Kemi í Finlandi 16-17 júlí (Norðurlandameistaramót Ungmenna)

NUM 2022 verður samkvæmt Finnska Bogfimisambandinu ekki haldið sem fjarmót 2022. Mótið verður haldið með venjulegu sniði í Kemi í Finnlandi 16-17 júlí.

Verið er að vinna í boðspakka mótsins (með frekari upplýsingum) og vonast er til að hann komi í þessum mánuði. Norðurlandafundur ætti einnig að vera síðar í febrúar þar sem frekari upplýsingar munu berast.

Allir á aldrinum 13-20 ára sem eru skráðir í íþróttafélög innan BFSÍ geta tekið þátt á mótinu. Skráning mun fara fram í gegnum íþróttafélögin.

Hægt er finna nánari upplýsingar um NUM á þessari síðu

NUM 2022 Finland Norðurlandameistaramót Ungmenna

Ef ykkur vantar einhverja aðstoð er einnig hægt að leita upplýsinga til Bogfimisambands Íslands bogfimi@bogfimi.is

Við viljum sjá sem flesta þátttakendur á mótinu og að þeir hafi gaman af því að taka þátt og bæta við lífreynslu í reynslubankann 😊

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.