Heba Róbertsdóttir með flotta frammistöðu á Íslandsmóti ungmenna bætti Íslandsmetið um 139 stig! og tók bæði gullin

Heba Róbertsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum var að keppa á sínu fyrsta Íslandsmeistaramóti í bogfimi um helgina og kom vægast sagt með frammistöðuna. Heba sló Íslandsmetið í berboga kvenna U18 flokki með skorið 445 en það er 139 stigum hærra en eldra Íslandsmetið!!. Sem var einnig eina einstaklings Íslandsmet sem slegið var á Íslandsmóti ungmenna. Það kemur ekki oft upp í bogfimi að hægt sé að segja að einhver bæti Íslandsmet um hundruðir stiga og því vel vert að skrifa um það þegar það gerist. Heba tók einnig Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna U18 flokki og vann óformlegu kynja keppnina líka (strákar á móti stelpum).

 

Heba er skráð til keppni á Norðurlandameistaramót ungmenna í Finnlandi eftir tvær vikur og er áætluð til þátttöku á Evrópumeistararmóti U21 innandyra í febrúar. Það verður líka spennandi að fylgjast með hvernig gengur þar.