Boginn yfirgnæfandi á Íslandsmótum ungmenna og öldunga utandyra um helgina

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi stóð upp úr á Íslandsmóti ungmenna með 25 af 27 gullverðlaunum á Íslandsmótum ungmenna og öldunga og 7 af 7 Íslandsmetum. Kannski ekki mikil furða enda er Boginn stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum og því með langmestu þátttökuna. Á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Finnlandi eftir tvær vikur eru jafn margir skráðir fyrir Bogann og fyrir heimaþjóðina Finnland.

Íslandsmótin voru haldin á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 2-3 júlí. Íslandsmót ungmenna á laugardeginum og Íslandsmót öldunga á sunnudeginum. Veðrið var eitthvað að stríða keppendum og nokkrar örvar sem misstu marks.

 

Svipaður þátttakenda fjöldi var á Íslandsmóti ungmenna í ár og 2021. Til að gefa samanburð við aðrar þjóðir þá var fjöldi þátttakenda á Íslandsmóti ungmenna í ár um 10% af fjölda þátttakenda á landsmóti ungmenna í Bretlandi (67 milljón manna þjóð) og um 30% af fjölda þátttakenda á landsmóti ungmenna í Svíþjóð (10 milljón manna þjóð). Þannig að með þann samanburð í huga og ungs aldurs íþróttarinnar á Íslandi er staða ungmenna góð, en það má alltaf gera betur. Í öldunga hefur þátttaka utandyra hins vegar verið að minnka töluvert á síðustu árum. Mikill fjöldi eldri keppenda datt út í kórónuveirufaraldrinum og óljóst hvort eða hvenær þeir snúa aftur.

Eftirfarandi tóku titla á mótunum

  • Magnús Darri Markússon – Boginn – Trissubogi U16 kk
  • Aríanna Rakel Almarsdóttir – Boginn – Trissuboga U16 kvk
  • Ragnar Smári Jónasson – Boginn – Trissubogi U18 kk
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn – Trissubogi U18 kvk
  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur – Trissubogi U21 kvk
  • Melissa Tanja Pampoulie – Boginn – Sveigbogi U18 kvk
  • Veigar Finndal Atlason – Boginn – Sveigbogi U18 kk
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn – Sveigbogi U21 kvk
  • Auðunn Andri Jóhannesson – Hrói – Berbogi U18 kk
  • Heba Róbertsdóttir – Boginn – Berbogi U18 kvk
  • Albert Ólafsson – Boginn – Trissubogi 50+ kk
  • Boginn tók alla 7 liða titlana á mótunum.

Á Íslandsmótunum að þessu sinni var einnig boðið upp á að keppa í kynlausum flokki (Unisex). Allir þeir sem skráðu sig í karla eða kvenna flokk voru sjálfkrafa einnig skráðir í unisex flokkinn, en það opnaði líka möguleika fyrir þá sem vilja ekki skilgreina sig sem binary kyn að skrá sig aðeins í kynlausann flokk og þurfa ekki að skilgreina sig sem karl eða konu til þess að keppa. Þetta jók einnig fjölda útslátta fyrir karla og konur og gaf þeim keppendum sem keppa í þátttöku minni flokkum tækifæri á því að keppa við fleiri einstaklinga í úrslitum. Sem stendur er kynlaus flokkur óformleg viðbót við Íslandsmótin og því ekki gefnir formlegir Íslandsmeistaratitlar fyrir þann flokk, en áætlað er að því verði bætt við í regluverk BFSÍ í framtíðinni ef vel gengur.

Eftirfarandi Íslandsmet voru slegin á Íslandsmótunum:

  • Heba Róbertsdóttir – Boginn – Berbogi U18 kvenna 445 (var 306)
  • Sveigboga kvenna U21 liða met – Boginn – 1083 (var 989)
    • Marín Aníta Hilmarsdóttir
    • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested
  • Trissuboga karla U18 liða met- Boginn – 878 (var 516)
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Ísar Logi Þorsteinsson
  • Trissubogi kvenna U16 liða met – Boginn – 1242 (var 1225)
    • Aríanna Rakel Almarsdóttir
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
  • Trissubogi blandað liða met U18 – Boginn – 1116 (var 1051)
    • Freyja Dís Benediktsdóttir
    • Ragnar Smári Jónasson
  • Trissubogi blandað liða met U16 – Boginn – 1097 (var 938)
    • Þórdís Unnur Bjarkardóttir
    • Magnús Darri Markússon

Beint streymi var af úrslitum Íslandsmóts ungmenna og er hægt að finna það á archery tv Iceland youtube rásinni. Heildar úrslit er hægt að finna á ianseo.net og í mótakerfi BFSÍ á bogfimi.is.

https://www.smugmug.com/app/organize/%C3%8Dslandsm%C3%B3t-ungmenna-22