Þorsteinn í 7 sæti á Evrópubikarmóti fatlaðra og tekur öll Íslandsmetin

Þorsteinn Halldórsson í Íþróttafélaginu Akri lauk keppni í dag á Evrópubikarmóti fatlaðra (European Para Cup) í Nove Mesto Tékklandi.

Það gekk mjög vel hjá Þorsteini í undankeppni mótsins á þriðjudaginn þar sem hann sló Íslandsmetið í Opnum flokki um 4 stig (og einnig Íslandsmet fatlaðra og 50+) með skorið 677 og var í 9 sæti í undankeppni mótsins.

Í útsláttarkeppninni í dag sló Þorsteinn einnig Íslandsmet í öðrum útslætti í útsláttarkeppni trissuboga karla í Opnum flokki um 1 stig (og einnig Íslandsmet fatlaðra og 50+) með skorið 148 og endaði í 7 sæti mótsins.

Með þessu áframhaldi af bætingu og framför hjá Þorsteini er spurning um hvort að miðið ætti að vera sett á verðlaun á Paralympics 2024 frekar en að vinna bara þátttökurétt á Paralympics 😉

1 Trackback / Pingback

  1. Þorsteinn sjöundi á Evrópubikarmóti fatlaðra í Tékklandi - Hvati

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.