Alfreð Birgisson bogfimimaður ársins 2022

Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri var valinn Bogfimimaður ársins 2022 af Bogfimisambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Alfreð er valin og í fyrsta sinn sem Akureyringur hreppir titilinn.

Alfreð ánægður með veður á EM utandyra í Þýskalandi 2022

Alfreð vann Íslandsmeistaratitilinn innandyra og utandyra í trissuboga á árinu í fyrsta sinn, ásamt góðu gengi á öðrum innlendum mótum á árinu. Alfreð sló þrjú Íslandsmet á árinu, einstaklings Íslandsmetið utandyra með skorið 683, ásamt því að slá eitt Íslandsmet í liðakeppni landsliða og eitt félagsliðamet.

Alfreð á æfingu á EM utandyra, á meðan Frakkar og Bretar vinna í að laga búnað fyrir aftan hann

Alfreð keppti til úrslita á Evrópumeistaramótinu innandyra í febrúar í Slóveníu ásamt trissuboga karla liðinu. Þar voru þeir slegnir út af Frakklandi í 8 liða úrslitum og enduðu í 8 sæti. Á EM utandyra í Munich komust strákarnir í 24 liða lokakeppni en voru slegnir þar út af Hollandi og enduðu í 17 sæti. Alfreð er sem stendur í 169 sæti á Evrópulista og 400 á heimslista.

Alfreð keppti einnig á Heimsleikum lögreglu- og slökkviliðsmanna þar sem hann vann silfur.

Alfreð með silfur og góðvinur Íslands Gilles Seywert frá Lúxemborg með gull á World Police and Fire Games. Vert er að geta að Gilles vann einnig silfur á Evrópuleikum 2019 sem er besti árangur Lúxemborg á leikunum óháð íþróttagrein.

Alfreð byrjaði að stunda bogfimi 2016 í sveigboga, en fann sig síðar meira í trissubogaflokki og nokkuð ljóst að sú breyting hafi verið honum til lukku, þó að það hafi tekið sinn tíma að komast á toppinn.

Dóttir Alfreðs, Anna María Alfreðsdóttir, var valin Bogfimikona ársins af BFSÍ, sem er einnig í fyrsta sinn sem Akureyringur hreppir þann titil og því einnig í fyrsta sinn sem Akureyringar hreppa báða titlana. Mikil innri samkeppni er á milli þeirra feðgina en þau skiptust á að eiga forskotið í hæsta skori ársins á árinu.

Anna og Alfreð fánaberar Íslands á Evrópumeistaramótinu utandyra í Munich Þýskalandi

Val íþróttafólks ársins hjá BFSÍ fer fram á hlutlausann veg með útreikni formúlu sem notuð er til þess að meta árangur íþróttafólks og ákvarða íþróttafólk ársins. BFSÍ veitir einnig verðlaun til þeirra sem stóðu sig best í sinni keppnisgrein, þar sem sú viðurkenning byggir á sömu útreikni formúlu var Alfreð að sjálfsögðu valinn trissubogamaður ársins líka:

  • Haraldur Gústafsson : Sveigbogamaður árins 2022
  • Alfreð Birgisson : Trissubogamaður ársins 2022
  • Izaar Arnar Þorsteinsson : Berbogamaður ársins 2022
Alfreð á EM utandyra 2022

Alfreð er áætlaður til keppni á næsta ári á Evrópumeistaramóti innandyra í Tyrklandi í febrúar, Heimsmeistaramóti utandyra í Þýskalandi í júlí og Evrópubikarmóti í Brelandi í apríl, sem er einnig síðasta undankeppnismót Evrópuleika 2023.

Ahhh, Trissuboga karlarnir okkar hafa of gaman af þessu á EM (Alfreð, Gummi og Albert)
Alfreð Travolta? í hléi á EM innandyra

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.