Alfreð Birgisson slær Íslandsmetið á Stóra Núpi

Alfreð Birgisson úr ÍF Akur sló Íslandsmetið í trissuboga karla um helgina með skorið 683 i undankeppni þriðja og síðasta mótsins í Stóri Núpur mótaröðinni um helgina. Alfreð vann einnig mótaröðina sjálfa og fékk veglegann bikar í verðlaun.

Alfreð og dóttir hans Anna María jöfnuðu einnig Íslandsmetið í blandaðri liðakeppni á mótinu. En mikil óformleg samkeppni er milli þeirra feðgina.

Veðrið á mótinu var mjög gott og tilvalið til að slá met enda féllu nokkur slík á mótinu.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.