Vestfirðingurinn Maria Kozak tók 3 Íslandsmeistaratitla og sló Íslandsmet um helgina

Maria Kozak úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (Skotís) kom sá og sigraði á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina, þar sem hún vann titlana í öllum greinum sem hún keppti í og sló Íslandsmet í liðakeppni.

Maria vann Íslandsmeistaratitil U18 berboga kvenna í gull úrslita leikinn 6-0 gegn liðsfélaga sínum úr Skotís Kristjönu Rögn Andersen. En þær mættust aftur í gull úrslitum síðar á mótinu í nýrri viðbót á Íslandsmótum BFSÍ sem er Íslandsmeistaratitill óháður kyni, þar enduðu leikar eins 6-0 fyrir Maríu. (Viðbót keppni óháð kyni var bætt við í reglur BFSÍ til að gera þeim kleift að keppa sem eru skráðir eru í þriðju kynskráningu í þjóðskrá.)

María og Kristjana tóku svo Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni berboga kvenna U18 ásamt því að setja Íslandsmet í undankeppni með 811 stig.

Bæði Maria og Kristjana hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt á NM ungmenna í sumar og taldar góðar líkur á því að þær geti náð góðum árangri þar í einstaklingskeppni og liðakeppni. Bogfimi er ein af kjarna greinum Ólympíuleika og Evrópuleika sem eru æðsta stig íþrótta í heiminum og keppnisgreinar í bogfimi hafa verið á Ólympíuleikum frá fyrstu leikum sem haldnir voru. Bogfimi hefur þróast mikið á síðustu 100 árum og í dag er keppt á Ólympíuleikum í Ólympískum sveigboga. Berbogi er keppnisgrein sem er m.a. keppt í á Heimsleikum o.fl. og berbogi er nær þeim boga sem keppt var með á Ólympíuleikum til forna en á núverandi Ólympíuleikum.

Góð lýsing á bogfimi væri nákvæmnis/þol/lyftingar, haltu mikilli þyngd, endurtaktu það í marga klukkutíma á dag með fáum pásum og gerðu það svo í marga daga af keppni allt með millimeters nákvæmni. Því er bogfimi ein af þeim íþróttum á æðsta stigi íþrótta sem þarf að brenna flestar kaloríur til þess að vinna til gull verðlaun á Ólympíuleikum. Íþrótt sem virðist auðveld, þar til fólk prófar að æfa hana að krafti.

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina