Skotíþróttafélag Ísafjarðar með 3 titla, 2 silfur og Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna um helgina

Tveir keppendur kepptu fyrir hönd Skotíþróttafélags Ísafjarðar (Skotís) innan HSV á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina með góðum árangri. Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen kepptu báðar í berbogaflokki U18 á mótinu og unnu titilinn í liðakeppni berboga U18 ásamt því að slá Íslandsmet í liðakeppni U18 berboga kvenna (við minnum keppendur/félagið á að tilkynna metið hér ef þeir vilja fá það gilt)

Maria Kozak vann tvo einstaklings Íslandsmeistaratitila, U18 kvenna og U18 unisex og vert að geta að í báðum tilfellum vann hún í gull úrslita leiknum gegn liðsfélagasínum Kristjönu. Þetta er í fyrsta sinn sem einnig er keppt á Íslandsmótum ungmenna um Íslandsmeistaratitil óháðan kyni, en þeirri viðbót var m.a. bætt við í reglurnar til þess að stuðla að aðgengi og þátttöku þeirra sem eru skráðir með þriðju kynskráningu í þjóðskrá. Einn slíkur keppandi var á mótinu sem setti Íslandsmetið í trissuboga U18 kynsegin/annað.

Skotís, eftir því sem best er munað, hefur ekki unnið einstaklings Íslandsmeistaratitil ungmenna í meira en 6 ár og því sterk frammistaða hjá félaginu með efnilega keppendur að koma inn með 3 titla, 2 silfur og 1 Íslandsmet á þessu móti.

  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna Maria Kozak
  • Íslandsmeistari U18 berboga Maria Kozak (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari U18 berboga kvenna liðakeppni Skotís  (Maria Kozak og Kristjana Rögn Andersen).
  • Íslandsmet undankeppni liða U18 berboga kvenna 811 stig

Báðar stelpurnar hafa lýst yfir áhuga á því að keppa á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi í júlí næstkomandi og það verður spennandi að sjá árangur þeirra þar ef þær ákveða að leggja í för þanngað. Kannski sjáum við þær einhvertíma að keppa á EM U21 í framtíðinni fyrir Íslands hönd, það verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra á Íslandi og á Norðurlandavísu til að byrja með.

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 15 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina