Valgerður tekur Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í hörðum úrslita bardaga um helgina

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested vann Íslandsmeistaratitil sveigboga kvenna í fyrsta sinn á Íslandsmeistaramótinu um helgina í æsi spennandi og jöfnum úrslitaleik. Valgerður vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni sveigboga kvenna ásamt liðsfélögum sínum.

Mynd á réttum tíma, skotið akkúrat að gerast þegar myndin smellur af og sést draugur af ör Valgerðar á myndinni í úrslitaleiknum

Lengsta óbrotna sigurröð Íslandsmeistaratitla í sveigboga kvenna í íþróttinni lauk á Íslandsmeistaramótinu þegar að Valgerður sigraði Marín Anítu Hilmarsdóttir 6-4 í úrslitaleiknum. En Marín hefur unnið síðustu fjóra Íslandsmeistaratitla í röð í sveigboga kvenna. Þegar síðasta lotan byrjaði var staðan jöfn á milli Valgerðar og Marínar 4-4. Á síðustu ör úrslita lotunar þurfti Valgerður 10 stig til þess að sigra eða jafna, og hún náði því. Ein ör Valgerðar í lotunni var á 6-7 línunni og þurfti dómara til þess að ákvarða hvort að örin væri 6 eða 7 stig upp á hvort að jafnt væri milli þeirra og þyrfti bráðabana eða hvort að Valgerður hefði unnið. Dómarinn dæmdi örina sem 7 stig og því endaði síðasta lota leiksins 27-26 fyrir Valgerði sem sigraði úrslitaleikinn því 6-4 í hnífjöfnum leik og tók Íslandsmeistaratitilinn. Valgerður tók einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni sveigboga kvenna fyrr um daginn með liðsfélögum sínum Marín Anítu Hilmarsdóttir og Melissu Pampoulie.

Valgerður og Marín í gull úrslitaleiknum

Valgerður og Marín keppa reglubundið í úrslitaleikjum á mótum á Íslandi og Valgerður hefur aðeins einu sinni áður unnið Marín. Valgerður tjáði að markmiðið hennar hafi alltaf verið að vinna Marín þar sem hún er heimsklassa

Íslandsmeistaratitlar sem Valgerður vann:

  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn – Sveigbogi kvenna
  • Sveigbogi kvenna félagslið – BF Boginn Kópavogi
    Marín Aníta Hilmarsdóttir, Valgerður E. Hjaltested og Melissa Pampoulie
Frá vinstri: Marín Aníta Hilmarsdóttir silfur, Valgerður Einarsdóttir Hjaltested gull og Melissa Tanja Pampoulie brons verðlaunahafar sveigboga kvenna

Valgerður hreppti einnig brons í keppni um Íslandsmeistaratitil unisex (keppni óháð kyni) sem er ný viðbót hjá BFSÍ til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna, og til að opna tækifæri fyrir þá sem eru annað en karlar eða konur í þjóðskrá (kynsegin/annað er þriðja kynskráning í þjóðskrá) geti keppt um Íslandsmeistaratitil. Þetta er í fyrsta sinn sem veittur er kynlaus Íslandsmeistaratitill.

Frá vinstri: Marín Aníta Hilmarsdóttir silfur, Haraldur Gústafsson gull og Valgerður Einarsdóttir Hjaltested Brons um Íslandsmeistaratitilinn í unisex

Valgerður og Marín munu báðar keppa á Evrópubikarmóti í Bretlandi í apríl, þar sem síðustu þátttökuréttum á Evrópuleikana 2023 verður úthlutað. Það er talið mjög líklegt að önnur hvor þeirra vinni þátttökurétt á mótið fyrir Ísland. Einnig er mjög björt fyrir framtíð sveigboga kvenna landsliðsins að vera með þetta sterka “up and comers” í liðinu.

Bakmynd af Valgerði í undankeppni mótsins að “fylgja eftir” eftir skotið

Ofan á þetta allt er Valgerður einnig starfsmaður BFSÍ og sá um skipulagningu mótsins í heild sinni.

Marín og Valgerður sáu báðar um skipulag og dómgæslu á laugardeginum þegar að trissuboga og berboga flokkar voru að keppa. 12 tíma vinnudagur sem fylgir svo 12 tíma keppnisdagur á sunnudeginum. Hörku stelpur

 

Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina