Eowyn sigrar alla trissuboga á Íslandsmeistaramótinu og tekur báða Íslandsmeistaratitlana

Eowyn Marie Mamalias “Purple Boom” vann tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um helgina. Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna og í trissuboga unisex (keppni óháð kyni).

Eowyn og Alfreð í gull úrslita leik unisex. Eowyn er að gera sig tilbúna meðan Alfreð er að skjóta

Eowyn hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla áður í opnum flokki báða innandyra árin 2019 og 2020, sem þýðir að hún tvöfaldaði því titla fjölda sinn á einu móti eftir langa titla þurrð.

Íslandsmeistaratitlar sem Eowyn vann á mótinu:

  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Trissubogi kvenna
  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur – Trissubogi (kynlaus/unisex/óháður kyni)

Eowyn tók Íslandsmeistaratitilinn á mótinu í trissuboga kvenna af miklu öryggi 143-137 gegn Erlu Marý Sigurpálsdóttir. Þar hreppti Anna María Alfreðsdóttir bronsið.

Eowyn að miða í gull úrslitaleik trissuboga kvenna

Eowyn sigraði úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga (unisex/óháður kyni) gegn Alfreð Birgissyni 141-139. Þorsteinn Halldórsson tók brons verðlaunin í flokknum.

Unisex Íslandsmeistaratitlum (eða titlum óháðum kyni) var bætti við í byrjun þessa árs af BFSÍ, m.a. til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna í íþróttinni og til þess að gefa þeim sem eru hvorki skráðir sem karlar né konur í þjóðskrá færi á því að keppa (þriðja kynskráning í þjóðskrá kynsegin/annað). Því mætti segja að Eowyn sé fyrsti Íslandsmeistari í trissuboga allra (það þarf ekki að setja flokkun fyrir aftan s.s. karla, kvenna, unisex, þar sem allir Íslendingar gátu keppt um titilinn).

Hæðarmunur keppenda sem unnu til verðlauna um Íslandsmeistaratitilinn (unisex/óháður kyni) var áhugaverður. Gull verðlaunahafinn nánast hverfur á myndinni og óvíst að verðlaunapallur hefði breytt miklu þar. Margur er knár þótt hann sé smár. Frá vinstri: Þorsteinn Halldórsson brons, Eowyn Marie Mamalias gull og Alfreð Birgisson silfur

Eowyn fékk gælunafnið “Purple Boom” af íþróttaskýrendum í beinni útsendingu frá úrslitum mótsins. Tveir Bretar kepptu í alþjóðlega hluta Íslandsmeistaratmótsins og var boðið tækifærið á því að vera íþróttaskýrendur í beinni útsendingu úrslita mótsins. Þeir nutu sín vel og fundu ýmis gælunöfn fyrir keppendurna á meðan á úrslitunum stóð, að hluta þar sem þeir áttu erfitt með að bera fram Íslensku nöfnin, og Purple Boom var gælunafn þeirra fyrir Eowyn.

Við munum heyra næst um Eowyn á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í apríl þar sem hún mun einnig keppa um þátttökurétt á Evrópuleikunum 2023. En aðeins 16 af 50 í Evrópu fá þátttökurétt fyrir einn keppanda í trissuboga kvenna. Þegar er búið að úthluta flestum þeirra á EM í fyrra og mikill bardagi verður um síðustu þátttökuréttina á Evrópubikarmótinu.

Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina

 

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.