Nói endurheimtir Íslandsmeistaratitilinn innandyra

Nói Barkarson vann þrjá Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu um helgina, einstaklings, félagsliða og blandaðra félagsliða. Hann var einnig með hæsta skor í undankeppni mótsins.

Nói í undankeppni Íslandsmeistaramótsins

Nói vann Íslandsmeistaratitil trissuboga karla innandyra 2020, 2021 og núna 2023. Hann tapaði titlinum 2022 gegn Alfreð, eftir að Nói sló Íslandsmetið í útsláttarkeppni í leiknum fyrir úrslitaleikinn (í undanúrslitum) með 148 stig.

Gull úrslitaleikir síðustu 4 ár innandyra hafa verið mjög jafnir

 • 2020 Nói vs Carsten 141-140
 • 2021 Nói vs Alfreð 141-140
 • 2022 Nói vs Alfreð 140-142
 • 2023 Nói vs Alfreð 143-142
Þó að Alfreð og Nói hafi verið andstæðingar í gull úrslita leikjum Íslandsmeistaramóta innandyra síðustu þriggja ára er þeir góðir félagar og grínast meira að segja í gull úrslitaleikjunum þegar titillinn er í húfi

Nói vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í blandaðri félagsliðakeppni með liðsfélaga sínum Freyju Dís Benediktsdóttir 150-146 gegn félagsliði ÍF Akur og tók Íslandsmeistaratitil karla félagsliða.

Verðlauna afhending eftir úrslitaleik blandaðra félagsliða frá vinsti: Þorsteinn Halldórsson og Anna María Alfreðsdóttir úr Akur og Nói Barkarson og Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum (þegar var búið að afhenda bronsið)

Íslandsmeistaratitlar sem Nói vann á mótinu:

 • Nói Barkarson – BF Boginn – Trissubogi karla
 • Trissubogi blönduð félagsliðakeppni – BF Boginn Kópavogi
  Nói Barkarson og Freyja Dís Benediktsdóttir
 • Trissubogi karla félagslið – BF Boginn Kópavogi
  Nói Barkarson, Albert Ólafsson og Ísar Logi Þorsteinsson
Liðsfélagi Nóa í blandaðri liðakeppni Freyja Dís Benediktsdóttir að skemmta sér konungslega

Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.