Valgerður E. Hjaltested vann þátttökurétt fyrir Ísland á European Games 2023 á vegum European Olympic Committee EOC

Á næst síðasta degi Evrópubikarmótsins í Bretlandi í dag 7 apríl var m.a. haldin European Games Qualification keppni og þar vann Valgerður Einarsdóttir Hjaltested þátttökurétt fyrir Íslands hönd á Evrópuleikana 2023 í Póllandi (European Games á ensku, hægt að hugsa um það sem Ólympíuleika Evrópuþjóða á vegum EOC). Valgerður er ein af mjög fáum Íslendingum sem hafa náð því afreki að vinna þátttökurétt á Evrópuleika fyrir Íslands hönd.


https://isi.is/afreksithrottir/evropuleikar/

Valgerður að skjóta á köldum fyrsta degi mótsins

Síðasta undankeppni Evrópuleikana (European Games Final Quota Tournament) er mót sem er haldið er til hliðar við European Grand Prix (Evrópubikarmótið – EB), en er ótengt mót og bæði mótin teljast stórmót og gilda til stiga á heimslista. Fyrstu þátttökuréttum á Evrópuleikana (EL) 2023 var úthlutað á Evrópumeistaramótinu (EM) í Munchen Þýskalandi 2022, og því aðeins þjóðir sem voru ekki þegar búnar að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana á EM sem kepptu á European Games Final Qualification Tournament núna.

Valgerður í 16 manna úrslitum European Games Qualification Tournament gegn Portúgölskum keppanda

Keppendum á mótum er raðað upp í útsláttarkeppni byggt á niðurstöðum úr undankeppni viðkomandi móts. Í raun má segja að í hverju þrepi sé helmingur keppenda sleginn út og því mætti segja að erfiðleikastigið hækki um helming í hvert skipti þar sem sterkustu keppendurnir halda áfram í hvert sinn.

Niðurstöður Valgerðar í útsláttarkeppninni:

  • 32 manna útsláttarkeppni: 6-4 sigur gegn Shira Ifergan frá Ísrael.
  • 16 manna úrslit: 6-4 sigur gegn Milana Tkachenko frá Portúgal
  • 8 manna úrslit: 6-0 gegn Erika Jangnas frá Svíþjóð
  • Undan úrslit (4 manna úrslit): 1-7 tap gegn Liliana Licari frá Sviss
  • Brons úrslitaleikur: 2-6 tap gegn Laura Amato frá Sviss
Keppendur Íslands á mótinu sem var búið að slá út af mótinu að fylgjast með og styðja Valgerði í úrslitum European Games Qualification Tournament.

Hér er hægt að sjá mynd af lokaniðurstöðum mótsins. Eins og sjá má þar stóðu þá Marín Aníta Hilmarsdóttir og Astrid Daxböck sig einnig vel í keppninni.

Þátttökuréttir á stóra leika eins og Ólympíuleika og Evrópuleika eru ekki unnir af íþróttamönnum, heldur af viðkomandi þjóð. Þjóðin sér svo um að úthluta þeim þátttökurétti til keppanda sem mun keppa fyrir landsins hönd á leikunum. Í reglum BFSÍ segir að sá sem vinnur inn framhaldsþátttökurétt eigi fyrstur færi á því að notfæra sér þann þátttökurétt. En þar sem að Valgerður hefur ekki formlega náð lágmarks skor viðmiðum (utandyra) fyrir Evrópuleikana er mögulegt að hún muni ekki geta notað þátttökuréttinn sem hún vann fyrir Ísland.

Valgerður að labba af skotlínunni í undankeppni mótsins. Valgerður var í AB hópnum í undankeppni mótsins. AB og CD hóparnir af keppendum skiptast á að skjóta, þar sem að of margir keppendur eru á svona mótum til þess að koma þeim öllum fyrir að skjóta á sama tíma á einum fótboltavelli. Einnig er keppnisgreinum (sveigboga og trissuboga flokkum) skipt niður á mismunandi tíma dags til að full nýta keppnisvöllinn og koma öllum keppendum fyrir

Ef Valgerður getur ekki notað framhalds þátttökuréttinn rennur hann til Marín Anítu Hilmarsdóttir sem hefur náð lágmarksviðmiðunum og var slegin út í 16 manna úrslitum. Marín hefði líklega unnið þátttökuréttinn í second chance tournament, en þar sem Valgerður var þegar búin að vinna þátttökurétt fyrir Ísland í sveigboga kvenna var Ísland ekki partur af þeirri keppni.

Valgerður (h/m) ásamt Laura Amato frá Sviss áður en þær hófu keppni um bronsið á mótinu. Valgerður lenti í óhappi í brons úrslitaleiknum sem orsakaði það að hún skaut óvart framhjá skotmarkinu á versta tíma. En þetta er partur af leiknum og gerist af og til.

BFSÍ sendi póst á Evrópska Bogfimisambandið (World Archery Europe – WAE) til þess að fá skýringu á orðalagi í reglugerð leikana og túlkun á því hvort að Valgerður geti nýtt þátttökuréttinn sem hún vann eða hvort að hann mun renna til Marínar skv. þeirra reglum. Helst myndum við vilja senda þær báðar, en hver þjóð getur aðeins unnið þátttökurétt fyrir einstakling eða 3 manna lið.

Frá vinstri: Valgerður E. Hjaltested, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Astrid Daxböck. Sveigboga kvenna lið Íslands á mótinu.

Í reglum Evrópuleikana stendur að ef viðkomandi hefur ekki náð skorviðmiði að WAE geti metið að svo sé ef að viðkomandi getur sýnt fram á nægilega sönnun þess að geta náð þeim. Ákvörðunin liggur því hjá WAE um þessa túlkun, og því um hvernig BFSÍ mun forgangsraðað keppendum til að nýta þátttökuréttinn.

Valgerður að velja ör úr örvamælinum

Endanleg ákvörðun um hver keppandinn verður er þó alltaf í höndum ÍSÍ, þar sem að Evrópuleikarnir eru mót á vegum ÍSÍ (eins og Ólympíuleikar). En BFSÍ mun senda inn forgangsröðuðum lista af íþróttamönnum fyrir ÍSÍ til að velja úr. Þessar upplýsingar frá WAE vantar til þess að geta lokið þeirri forgangsröðun. Í óformlegu tali við aðila innan þessara raða er það 50/50 og það er eitthvað sem þeir þurfa að ræða áður en þeir gefa formlegt svar við því og gæti tekið nokkra daga að fá það. Vert er þó að geta að ákveðið ferli af tilkynningum og öðru er um þátttökurétti á stóra leika eins og Evrópuleika sem þarf að fara í gegnum, s.s. skilaboð frá WAE til EOC, EOC til ÍSÍ, ÍSÍ til BFSÍ, BFSÍ til ÍSÍ, ÍSÍ til EOC og slíkt. Því er Ísland ekki formlega komið með þátttökuréttinn á öllum blöðum en sem komið er. En WAE hefur þegar birt þátttökuréttinn í niðurstöðum mótsins og “formlega ferlið” er farið í gang https://www.ianseo.net/TourData/2023/13479/general%20quotas.pdf?time=2023-04-07+13%3A50%3A27 )

BFSÍ keppti einnig um þátttökurétt á Evrópuleikana fyrir lið á mótinu (3 konur í liði og 8 þjóðir fá liða þátttökurétt á EL) En stelpurnar okkar voru slegnar út af Hollandi í 16 liða úrslitum.

Það er margt fleira að fregna sem gerðist á Evrópubikarmótinu og undankeppni Evrópuleikana, t.d. að trissuboga konurnar voru einnig ekki langt frá því að tryggja sér þátttökurétt líka o.fl. En það var vel vert að koma þessari frétt í loftið fyrst.

Valgerður að setja saman bogann á fyrsta deginum

Fáir Íslendingar geta státað sig af því að hafa unnið sér inn þátttökurétt á stóra leika eins og Evrópuleika (EOC) eða Ólympíuleika (IOC), og því hreint frábær árangur hjá Valgerði að vinna þátttökurétt fyrir Ísland! Og mjög björt framtíð fyrir þessa 21 árs stúlku í íþróttinni.

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi

Valgerður keppti einnig á Evrópubikarmótinu þar sem hún komst m.a. í úrslit með sveigboga kvenna liðinu, en fjallað er og/eða verður um það í öðrum fréttum síðar. Þar sem sjaldgæft er að Íslendingur vinni þátttökurétt á stóra leika taldi það mest til tíðinda og vert að bera boðskapinn út.

1 Trackback / Pingback

  1. Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús – Bogfimisamband Íslands

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.