Alfreð Birgisson í 9 sæti á Evrópubikarmótinu og jafnaði heimsmeistarann í því að vinna ekki þátttökurétt á Evrópuleikana

Hæsta niðurstaða Alfreðs Birgissonar á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í vikunni var 9 sæti.

  • 9 sæti í liðakeppni (3kk)
  • 9 sæti í blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk og 1kvk)
  • 33 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
  • 57 sæti í einstaklingskeppni

Eftir undankeppni mótsins keppti Alfreð ásamt trissuboga karla liðinu (3 kk) gegn Bretlandi í 16 liða úrslitum. Þar enduðu leikar 223-211 fyrir Bretlandi og Alfreð endaði því í 9 sæti ásamt liðsfélögum sínum Degi Erni Fannarssyni og Gumma Guðjónssyni.

Alfreð Birgisson og Freyja Dís Benediktsdóttir í blandaðri liðakeppni (1kk og 1kvk) í leik á móti Þýskalandi

Alfreð keppti einnig í trissuboga blandaða liði Íslands. Þar endaði Ísland á móti Þýsklandi í 16 liða úrslitum. Þýskaland tók þann leik 151-145 og sló Íslenska liðið út af mótinu. Íslenska liðið (Alfreð og Freyja) enduðu því í 9 sæti.

Alfreð keppti tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.

Alfreð að klára skot í undankeppni Evrópubikarmótsins

Á Evrópubikarmótinu keppti Alfreð gegn Viktor Petrov frá Búlgaríu, Alfreð átti slakt start en leikurinn var mjög jafn en endaði með sigri þess Búlgarska 138-137. Alfreð var því sleginn út og endaði í 57 sæti Evrópubikarmótsins.

Alfreð að hoppa af skotlínunni í trissuboga karla liðakeppni til að hleypa næsta liðsmanni á skotlínuna. Takmarkaður tími er gefinn fyrir liðið til að skjóta sínum örvum og því mikilvægt að vera fljótur en nákvæmur (Það sést einnig í bakgrunni á skorum liða að Ísland stendur nokkuð vel eftir þriðju af fjórum umferðum leiksins gegn Bretlandi í 16 liða úrslitum)

Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 keppti Alfreð gegn Nathan Macqueen frá heimaþjóðinni Bretlandi. Þar átti Bretinn frábæran leik 145-136 og Alfreð því sleginn út. Alfreð endaði í 33 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði því ekki að vinna þátttökurétt fyrir Ísland að þessu sinni.

Vert er að geta að aðeins er keppt um 15 þátttökurétti í trissuboga karla á Evrópuleikana, en þegar var búið að úthluta þeim flestum á EM 2022. Þá fimm þátttökurétti sem átti eftir að úthluta á Evrópuleikana 2023 var úthlutað á mótinu núna. Núverandi heimsmeistari Nico Weiner náði ekki að tryggja þátttökurétt fyrir Austurríki á leikana á hvorugu mótinu. Það er ansi hörð keppni þegar að það er ekki nægilegt að vera heimsmeistari til þess að komast inn á Evrópuleikana 😅

Alfreð að gera við boga dóttur sinnar á mótinu. Drawstoppið brotnaði

Dóttir Alfreðs, Anna María Alfreðsdóttir, var einnig að keppa á mótinu, en hún endaði m.a. í 5 sæti með trissuboga kvenna liðinu.

Evrópubikarmótið var haldið í Lilleshall Sports Centre í Bretlandi 2-8 apríl. Svæðið er eitt af þremur National Training Centers í Bretlandi og er heimasvæði Breska bogfimisambandsins og landsliða þeirra. Veðrið var mjög breytilegt á milli daga eins og sést á mörgum myndunum. Sumir dagarnir voru fínir Íslenskir sumar dagar, aðrir voru við frostmark, kaldir, rigning, vindur og allt þar á milli (svona klassískt Íslenskt sumar, breytist eftir 5 mínútur)

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi