Valgerður E. Hjaltested í 9 sæti á Veronicas Cup

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested endaði í 9 sæti á Veronicas Cup World Ranking Event, ásamt liðsfélaga sínum Guðmundi Erni Guðjónssyni, eftir 6-0 tap gegn Moldóvu í 16 liða úrslitum blandaðra liða (1kk+1kvk einnig kallað parakeppni).

Valgerður var einnig að keppa í einstaklingskeppni á mótinu en þar endaði hún í 33 sæti eftir að vera slegin út 6-2 í lokakeppni mótsins af Eleanor Piper frá Bretlandi. Vert er að nefna að Valgerður byrjaði undankeppni mótsins gífurlega sterk og var í fjórða sæti þar eftir fyrstu 2 umferðirnar af 12. Valgerður bætti sitt personal best í undankeppni á mótinu um 1 stig.

Valgerður hækkaði um 54 sæti á heimslista og er nú hæst Íslenskra sveigboga kvenna í 294 sæti á heimslista. Valgerður hækkaði einnig á Evrópulista um 16 sæti og er nú í 114 sæti á Evrópulista. Sveigboga blandaða liðið hækkaði einnig um 21 sæti á heimslista upp í 69 sæti og 8 sæti á Evrópulista í 21 sæti.

Valgerður er næst áætluð til keppni í landsliðsverkefni á Heimsmeistarmótinu í Berlín í ágúst. En hún mun einnig taka þátt sem þjálfari á Evrópubikarmóti ungmenna í Sviss og Norðurlandameistaramóti ungmenna í Noregi í júní og júlí.

Veronicas Cup World Ranking Event er árlegt mót sem haldið er í Kamnik Slóveníu í samstarfi við Evrópska Bogfimisambandið. Að þessu sinni var keppnin sjálf 12-14 maí og sex keppendur frá Íslandi kepptu á mótinu. Samtals voru 291 þátttakendur á mótinu frá 85 þjóðum.

Mótið er meðal þeirra styttri sem fyrir finnast í fjölda daga sem gerir mótið mjög hagkvæmt fyrir keppendur, en fórnin er í staðin að keppnisdagarnir verða mun lengri. Sumir keppendur þurftu að keppa 12 klst á sama degi án hlés.

Veðrið var einnig mjög krefjandi á þessu ári en það rigndi eins og hellt væri úr fötu meirihluta mótsins. Grasvöllurinn breyttist í drullupolla á sumum stöðum og enginn slapp við að vera vel blautur og drullugur sama hve vel þeir voru klæddir og þó að þeir notuðu regnhlífar eða hlífðarfatnað.

Frekari upplýsingar er hægt að finna hér:

    • Nánari fréttir af mótinu og öðrum keppendum á archery.is og bogfimi.is
    • Myndir af mótinu er hægt að finna á smugmug BFSÍ
    • Beina útsendingu frá gull og brons úrslitum mótsins er hægt að finna hér
    • Úrslit mótsins í heild sinni er hægt að finna á ianseo.net

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.