Valgerður E. Hjaltested í 35 sæti á HM

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á HM í bogfimi utandyra í Berlín Þýskalandi. Mótið var haldið 31 júlí til 6 ágúst.

Valgerður endaði í 35 sæti á HM ásamt liðsfélögum sínum í sveigboga kvenna liðinu Astrid Daxböck og Marín Anítu Hilmarsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland keppir á HM með sveigboga kvenna lið.

https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-qtsXD95/A

Í einstaklingskeppni HM endaði Valgerður í 135 sæti með skorið 531.

https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-gSHfWDQ/A

Nánari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

17 sæti á HM

82 þjóðir af 171 aðildarþjóðum World Archery skráðu sig til keppni í undankeppni HM í Berlín. Margar þjóðir skrá sig ekki til keppni á HM m.a. vegna kostnaðar við þátttöku á mótinu og/eða þar sem þjóðirnar vita að þær munu ekki ná árangri miðað við eigið getustig á hæsta stigi íþróttarinnar. Hver þjóð má senda að hámarki 1 lið (3 keppendur) í karla og kvenna í báðum keppnisgreinum (sveigboga og trissuboga). 24 efstu lið og 104 efstu einstaklinga halda áfram í útsláttarkeppni á HM eftir undankeppni mótsins.

Fjöldi þátttakenda á stórmótum er töluverður og nær allt að 1000 manns, þrátt fyrir ströng takmörk á því hvað hver þjóð má senda af þátttakendum í undankeppni móts (Hámark 12 manns). Það þarf því að skipta þátttakendum niður í fjóra eða fleiri hópa í undankeppni. Hver keppandi fær aðeins 90cm svæði og deilir því almennt með öðrum keppanda þar sem þeir skiptast á að skjóta. Oftast þarf 2-4 þétt setta fótboltavelli í 1-2 daga til þess að klára undankeppni á HM, með útsláttarkeppni og sjónvörpuðum úrslitum er HM í heild sinni um 7-9 dagar af keppni. 712 þátttakendur voru skráðir á HM í þetta sinn sem var óvenju lág þátttaka, en það er að hluta hægt að rekja til kostnaðar þátttöku á mótinu í þetta sinn. – Mynd WA