Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á HM í bogfimi utandyra í Berlín Þýskalandi. Mótið var haldið 31 júlí til 6 ágúst.

Marín endaði í 35 sæti ásamt liðsfélögum sínum í sveigboga kvenna liðinu Astrid Daxböck og Valgerði E. Hjaltested.

https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-qtsXD95/A

Marín var með hæsta skor Íslensku stelpnana og skipaði því sæti í blandaða liði Íslands (mixed team). Þar endaði Marín í 57 sæti í blandaðri liðakeppni (mixed team 1kk+1kvk) og liðsfélagi hennar og kærasti Dagur Örn Fannarsson skipaði liðið með Marín.

https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-zcsDsZX/A

Í einstaklingskeppni endaði Marín í 111 sæti með skorið 588. Aðeins 104 efstu keppendur halda áfram í útsláttarkeppni á HM og Marín var mjög óheppin að komast ekki inn. Marín átti frábæra fyrstu umferð með skorið 310 og var frekar ofarlega á lista í fyrstu umferðinni (á milli 36-83 sæti) og útlit fyrir að hún myndi slá Íslandsmetið aftur og ná Ólympíulágmörkum aftur. En var seinni umferðin hennar var mun lakari með skorið 278 með nokkrum ólukku skotum. Marín vantaði aðeins 4 stig upp á að komast inn í útsláttarkeppni HM þannig að þetta var mjög svekkjandi tvistur. En samt sem áður hæsta skor sem sveigboga kona hefur skorað á HM.

https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-kQJhvPK/A

Nánari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

17 sæti á HM