Valgerður Einarsdóttir Hjaltested í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á HM í bogfimi utandyra í Berlín Þýskalandi. Mótið var haldið 31 júlí til 6 ágúst.
Valgerður endaði í 35 sæti á HM ásamt liðsfélögum sínum í sveigboga kvenna liðinu Astrid Daxböck og Marín Anítu Hilmarsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland keppir á HM með sveigboga kvenna lið.
https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-qtsXD95/A
Í einstaklingskeppni HM endaði Valgerður í 135 sæti með skorið 531.
https://bogfimi.smugmug.com/HM-%C3%BAti-Berl%C3%ADn-2023/i-gSHfWDQ/A
Nánari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
82 þjóðir af 171 aðildarþjóðum World Archery skráðu sig til keppni í undankeppni HM í Berlín. Margar þjóðir skrá sig ekki til keppni á HM m.a. vegna kostnaðar við þátttöku á mótinu og/eða þar sem þjóðirnar vita að þær munu ekki ná árangri miðað við eigið getustig á hæsta stigi íþróttarinnar. Hver þjóð má senda að hámarki 1 lið (3 keppendur) í karla og kvenna í báðum keppnisgreinum (sveigboga og trissuboga). 24 efstu lið og 104 efstu einstaklinga halda áfram í útsláttarkeppni á HM eftir undankeppni mótsins.