Úrslit Meistari Meistarana í bogfimi á livestream áætlað kl 16:30

Meistari Meistarana í bogfimi verður í dag 24.11.2019 í Bogfimisetrinu. Keppt er í 30+,40+,50+,60+ og 70+ flokkum á mótinu og 2 efstu í undankeppni í hverjum flokki fara í alternate shooting medal finals sem verður streymt á facebook síðu archery.is https://www.facebook.com/archery.is/.

Mótið hefst kl 13:00 og áætlað er að streymið byrji um 16:30.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum á http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6306

Þetta er fyrsta aldursflokkamót sem haldið er með sömu uppsetningu og notað er á heimsleikum- og evrópuleikum öldunga. Ef vel gengur með þessa uppsetningu er líklegt að sama form verði notað á Íslandsmótum Öldunga í framtíðinni.