Upplýsingar um WA World Series 2023-24 tímabilið komnar út og WA hættir með IWS Open Events

World Archery – Indoor World Series mótaröðin (einnig kallað World Series þar sem það er ekkert outdoor World Series) verður haldin í fimm löndum 2023-2024 tímabilið.

Þátttaka í mótunum er opin öllum innan aðildarfélaga BFSÍ sem vilja taka þátt í þeim og skráning fer fram í gegnum mótshaldara. Aðildarfélög BFSÍ geta einnig aðstoðað áhugasama við skráningar á World Series mótin erlendis.

Nú þegar eru komnir út boðspakkar fyrir fyrstu þrjú mótin og skráning er hafin á þau

Mót 1 – 27-29 október í Lausannes Sviss (Skráningarfrestur 25 okt)

Click to access IP_IWS250_Lausanne_v1.0.pdf

Mót 2 – 17-19 nóvember í Strassen Lúxemborg (Skráningarfrestur 15 nóv)

Click to access IP_IWS250_Strassen_v1.0.pdf

Mót 3 – 8-10 desember í Taipei Tæwan (Skráningarfrestur 30 nóv)

Click to access IWS_Taipei_Archery_Open_Taoyuan_v1.0.pdf

(skráningu á öll mótin lýkur þegar að keppnisvöllurinn er fullur eða þegar skráningarfrestur er liðinn, hvort sem gerist fyrst)

Mögulegt verður að finna upplýsingar um öll fimm Indoor World Series mótin 2023-2024 tímabilið og niðurstöður þeirra hér:

https://www.worldarchery.sport/events/indoor/calendar?year=2024

https://extranet.worldarchery.sport/documents/index.php/?dir=1053

Reglur Indoor World Series 2023-2024 er hægt að finna hér:

Click to access RULES_INDOOR_WORLD_SERIES_2023-2024.pdf

Indoor World Series OPEN discontinued

World Archery hefur ákveðið að hætta með IWS Open Events. Þar sem mögulegt hefur verið að tengja innlenda viðburði landssambanda við Open World Series Ranking. Forsendur þess er m.a. skortur á þátttöku viðburða í Open Events fyrirkomulaginu og þess að Covid-19 takmörkunum er að mestu lokið í heiminum.

BFSÍ hefur verið iðið við að tengja Bikarmótaröð BFSÍ við IWS Open Ranking. BFSÍ var því að bíða eftir því að tilkynna dagsetningar móta í Bikarmótaröð BFSÍ þar til dagsetningar Open Events tímabilsins yrðu staðfestar af World Archery.

En þar sem WA er hætt með Open Events fyrirkomulagið og dagskrá alþjóðlega innandyra tímabilsins komin á hreint þá verða dagsetningar Bikarmóta BFSÍ birtar á næstu dögum í mótakerfi BFSÍ https://mot.bogfimi.is/