Ewa Ploszaj í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París

Ewa Ploszaj endaði í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París ásamt liðsfélögum sínum í trissuboga kvenna liðinu Önnu Maríu Alfreðsdóttir og Eowyn Marie Mamalias.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-x5JpgW7/A

Stelpurnar voru í 14 sæti í undankeppni heimsbikarmótsins og mættu því Mexíkó í 16 liða úrslitum sem var í 3 sæti í undankeppni og er í 1 sæti á heimslista. Þar fóru leikar 234-214 og Ísland því slegið út í 16 liða úrslitum í 9 sæti heimsbikarmótins. Mexíkó endaði á því að taka silfur á mótinu.

Ewa var óheppin og lenti í búnaðarbilun á mótinu, sigtið (miðið) hennar var laust og hún tók ekki eftir því hvað var að fyrr en komið var vel inn í fyrri umferð undankeppninnar. Aðeins 64 efstu keppendur halda áfram í útsláttarkeppni einstaklinga á heimsbikarmótum og Ewa stóð í hörðum bardaga að koma sér upp í top 64 þrátt fyrir að skorið í fyrri helmingi mótsins hafi dregið hana niður. En því miður náðist það ekki og Ewa endaði í 65 sæti á heimsbikarmótinu.

https://bogfimi.smugmug.com/World-Cup-Par%C3%ADs-2023/i-NcD86fs/A

Mögulegt er að lesa frekar um gengi Íslands á heimsbikarmótinu í frétt bogfimisambandsins hér fyrir neðan.

Stelpurnar okkar í 9 sæti á heimsbikarmótinu í París