Ítalía slær Ísland út af EM með heimsmetaleik í 8 liða úrslitum

Trissuboga kvenna landsliðið endaði í 5 sæti á EM ungmenna utandyra í Lilleshall Bretlandi í dag eftir tap gegn Ítalíu 238-223 í 8 liða úrslitum mótsins. Stelpurnar stóðu sig með prýði og slóu landsliðsmet í opnum flokki og U21 útsláttarkeppni trissuboga kvenna utandyra í 8 liða úrslitum, en það var því miður ekki nóg því að þær Ítölsku slóu U21 heimsmetið í leiknum gegn Íslandi!!

Stelpurnar okkar voru ekki ánægðar með að tapa í 8 liða úrslitum og keppa ekki til verðlauna á EM, en þær enduðu á fullkomnu skori í síðustu lotunni og gátu sætt sig við að tapa með eina slasaða í liðinu gegn Ítalíu sem sló heimsmetið. Ítalía var í 3 sæti í undankeppni mótsins og þetta glæsilega met hjá Ítölunum kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, enda ekkert lið sem skoraði yfir 230 stigum sínum leikjum á mótinu nema þessi eini leikur hjá Ítölum sem endaði því miður á móti Íslandi.

Í Íslenska liðinu eru Anna María Alfreðsdóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir og Eowyn Marie Mamalias. En Freyja, Anna og Eowyn hafa ekki lokið keppni á mótinu enþá, þær munu allar keppa í einstaklingskeppni á morgun og því óljóst hver endanleg úrslit þeirra verða. Birtum meira um þær persónulega þegar lokaniðurstöður þeirra á mótinu liggja fyrir.

Vert er að geta að Anna María slasaði sig á undankeppnisdeginum í vöðva, en er að jafna sig hægt og rólega eftir að sjúkraþjálfari þýska liðsins pynnti hana vel. Hún var ekki búin að jafna sig að fullu í leiknum gegn Ítalíu, en skilaði samt sterkri frammistöðu í leiknum og Ísland var með hæsta skor af þeim þjóðum sem slegnar voru út í 8 liða úrslitum og því í 5 sæti. Anna var talin líkleg til þess að ná langt í einstaklingskeppni þar sem hún keppti um bronsið á EM ungmenna innandyra fyrr á árinu, en óljóst hvort hún jafnar sig nægilega fljótt til að taka verðlaun á EM í þetta sinn

Bretland og Ítalía munu eigast við í gull úrslitaleiknum og Spánn gegn Tyrkland í brons úrslitaleiknum í trissuboga kvenna liðakeppni um helgina.

Trissuboga U21 kvenna landsliðið hefur átt flott ár en þær enduðu m.a. einnig í 5 sæti á EM innandyra í febrúar á árinu þar sem þær töpuðu einnig gegn Ítalíu í 8 liðaúrslitum 229-223, þó að munurinn hafi verið mun naumari í þeim leik enda engin óeðlilega há skor eins og heimsmet í gangi þar 😅

Almennt um mótið

Mögulegt er að finna myndir af mótinu hér:

BFSÍ Smugmug

Archery GB Smugmug

Word Archery Europe Smugmug

Íslensku keppendurnir á EM ungmenna fyrir BFSÍ (Bogfimisamband Íslands) eru eftirfarandi:

  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri
  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi
  • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn Kópavogi
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir – BF Boginn Kópavogi

Evrópumeistaramót ungmenna utandyra 2022 15-20 ágúst er haldið í Lilleshall Bretlandi sem er eitt af þrem National Training Centers í landinu. Mikil hitabylgja var áður en mótið hófst og hitastig fór allt upp í 40°, en þegar mótið hófst hafði hitabylgjan gengið yfir að mestu og hiti var almennt yfir 20° með regnskúrum á milli og litlum vindi.

300 keppendur úr 30 Evrópuþjóðum eigast við á mótinu í Bretlandi. Af þeim eru 7 keppendur frá Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í EM ungmenna utandyra í bogfimi, en fyrst var miðað á þátttöku á EM ungmenna utandyra 2020 en því móti var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA