Freyja Dís Benediktsdóttir í 5 sæti á EM

Freyja Dís Benediktsdóttir í BF Boganum í Kópavogi endaði i 5 sæti á EM ungmenna í Lilleshall Bretlandi í gær.

Ítalía slær Ísland út af EM með heimsmetaleik í 8 liða úrslitum

Í dag var Freyja að keppa í einstaklingskeppni á EM. Freyja var í 22 sæti í undankeppni einstaklinga og mætti í sínum fyrsta útslætti í lokakeppni Lok Songul frá Tyrklandi sem var í 11 sæti í undankeppni mótsins. Songul er þaulreyndur keppandi og hefur unnið til verðlauna með fullorðinslandsliðum fyrir Tyrkland og hún vann silfur á EM ungmenna innandyra fyrr á árinu. Ekki auðveldasti andstæðingur til að mæta í fyrsta leik. Leikurinn endaði 144-130 fyrir þeirri Tyrknesku og Freyja því í 17 sæti í einstaklingskeppni.

Þetta er fyrsta árið sem Freyja tekur þátt í Alþjóðlegum mótum sem keppandi með landsliði og hún er búin að eiga gott ár. Freyja vann m.a. Norðurlandameistaratitil í U18 flokki, vann gull með trissuboga kvenna liðinu á Veronicas Cup World Ranking Event, var í 5 sæti með trissuboga kvenna U21 liðinu á  bæði EM utandyra og EM innandyra.

Almennt um mótið

Mögulegt er að fylgjast með úrslitum mótsins í heild sinni á ianseo.net

Mögulegt er að finna myndir af mótinu hér:

BFSÍ Smugmug

Archery GB Smugmug

Word Archery Europe Smugmug

Íslensku keppendurnir á EM ungmenna fyrir BFSÍ (Bogfimisamband Íslands) eru eftirfarandi:

  • Anna María Alfreðsdóttir – ÍF Akur Akureyri
  • Eowyn Marie Mamalias – BF Hrói Höttur Hafnarfirði
  • Freyja Dís Benediktsdóttir – BF Boginn Kópavogi
  • Ragnar Smári Jónasson – BF Boginn Kópavogi
  • Valgerður Einarsdóttir Hjaltested – BF Boginn Kópavogi
  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – BF Boginn Kópavogi
  • Halla Sól Þorbjörnsdóttir – BF Boginn Kópavogi

Evrópumeistaramót ungmenna utandyra 2022 15-20 ágúst er haldið í Lilleshall Bretlandi sem er eitt af þrem National Training Centers í landinu. Mikil hitabylgja var áður en mótið hófst og hitastig fór allt upp í 40°, en þegar mótið hófst hafði hitabylgjan gengið yfir að mestu og hiti var almennt yfir 20° með regnskúrum á milli og litlum vindi.

300 keppendur úr 30 Evrópuþjóðum eigast við á mótinu í Bretlandi. Af þeim eru 7 keppendur frá Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í EM ungmenna utandyra í bogfimi, en fyrst var miðað á þátttöku á EM ungmenna utandyra 2020 en því móti var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.