Þórdís Unnur með brons og tvö Íslandsmet á Evrópubikarmótinu í Búlgaríu

Þórdís Unnur Bjarkadóttir endaði í 3 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í vikunni 15-21 apríl í Búlgaríu.

Það var mjög vindasamt á mótinu og veður almennt ekki gott til meta, en þrátt fyrir það slóu Þórdís og liðsfélagi hennar Ragnar Smári Jónasson Íslandmet landsliða U21 bæði í undakeppni og útsláttarkeppni.

  • Íslandsmet trissubogi blandað lið undankeppni 1322 stig, metið var áður 1284 stig
  • Íslandsmet trissuboga blandað lið útsláttarkeppni 149 stig, metið var áður 147 stig

Það var mjög tæpt á því að stelpurnar myndu keppa við Frakkland um gullið en leikurinn í undanúrslitum gegn Ítalíu endaði í jafntefli 214-214 og bráðabaninn endaði svo líka í jafntefli 27-27 og því vann liðið sem var með ör nær miðju leikinn, sem var Ítalía í þetta sinn með sína bestu ör um 1 cm nær miðju en okkar stelpur. Samt frábærlega gert hjá okkar stelpum þar sem að Ítalska liðið er almennt álitið vera meðal tveggja sterkustu liða Evrópu.

Þórdís vann einnig til gull verðlauna landsmóti í Búlgaríu sem haldið var helgina áður en að Evrópubikarmótið hófst. En mögulegt er að lesa nánar um það í þessari frétt:

Þórdís best í Búlgaríu

Mögulegt er að lesa nánar um Evrópubikarmótið í frétt á bogfimi.is hér:

Brons á Evrópubikarmóti ungmenna