Valgerður Hjaltested í 17 sæti á EM

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested Gnúpverji í Boganum í Kópavogi endaði í 17 sæti í liðakeppni og 57 sæti í einstaklingskeppni á EM í meistaraflokki í bogfimi.

Valgerður endaði í 80 sæti í undankeppni EM og vann því þátttökurétt á EM (topp 104)

Á EM í einstaklingskeppni (útsláttarkeppni) keppti Valgerður á móti Úkraínsku Olha Chebotarenko en þar var dagsformið ekki í liði með Valgerði og hún tapaði leiknum 6-0 og var því slegin út af EM.

Valgerður og liðsfélagar hennar voru svo slegnar út af EM af Tyrklandi 6-0 í 24 liða leikjum og enduðu því í 17 sæti í liðakeppni.

Evrópumeistaramótið utandyra var haldið í Essen 7-12 maí síðastliðinn á Rhine-Ruhr svæðinu í Þýskalandi. Um 40 þjóðir og 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Hver þjóð má aðeins senda 6 karla og 6 konur í undankeppni EM og venjan hefur verið að Ísland hafi verið að senda nánast fullan kvóta keppenda í undankeppni EM. En þátttaka Íslands að þessu sinni var óvenju lág meðal karla og aðeins einn maður sem lagði för sína á mótið en fullt lið kvenna í trissuboga og sveigboga.