Þórdís Unnur Bjarkadóttir með Norðurlandamet, Íslandsmet og silfur á NM ungmenna

Þórdís Unnur Bjarkadóttir vann silfur í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U16 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi um mánaðarmótin (30 júní-2 júlí). Til viðbótar við að setja Norðurlandametið í einstaklingskeppni og Íslandsmetið í einstaklingskeppni.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-58ZSJF6/A

Þórdís var með hæsta skor í undankeppni mótsins og í útsláttarkeppni vann hún sig auðveldlega upp í gull úrslitaleik NM ungmenna. Þar mætti hún hinni Dönsku Jiang Johanne sem var í þriðja sæti í undankeppni mótsins. Þórdís stóð sig vel í úrslitaleiknum og skoraði 141 stig (676 m.v undankeppniskor uppreiknað þannig að nokkuð nálægt hennar venjulega skori, sérstaklega miðað við vindinn) sú Danska átti hreinlega bara frábæran leik þar sem allt gekk henni í hag og tók sigurinn 145-141. Mögulegt er að sjá úrslitaleikinn í heild sinni hér:

Súrt fyrir Þórdísi sem var talin vera “the favorite to win”, en svona er íþróttin, möguleikinn er til staðar til að vinna þá sterkari á góðum degi, og það hefur komið sér vel fyrir Þórdísi þar sem hún keppir reglubundið á stórum ungmenna mótum í Evrópu og hefur unnið til tveggja verðlauna á Evrópu og heims skala á þessu ári.

Þórdís er ein efnilegasta trissuboga kona á Norðurlöndum og meirað segja Bretarnir hafa sýnt áhuga á að stela henni að keppa fyrir Bretland í framtíðinni hehe.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-hHVxFTJ/A

Samantekt af niðurstöðum og árangri Þórdísar af NM ungmenna 2023:

  • Silfur einstaklingskeppni trissuboga kvenna U16
  • Íslandsmet einstaklingskeppni trissuboga kvenna U16 – 686 stig
  • Norðurlandamet einstaklingskeppni trissuboga kvenna U16 – 686 stig
  • 4 sæti liðakeppni trissuboga U16

Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Þórdísi, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-W6vbjwh/A

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023