Ragnar Smári Jónasson með tvö silfur, tvö Norðurlandamet og þrjú Íslandsmet á NM ungmenna

Ragnar Smári Jónasson sýndi frábæra frammistöðu og vann silfur í bæði einstaklings og liðakeppni í trissuboga karla U18 á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi um mánaðarmótin (30 júní-2 júlí). Til viðbótar við að slá Íslandsmet einstaklinga, setja tvö Norðurlandamet í liðakeppni og tvö Íslensk landsliðsmet. Tvö silfur, þrjú Íslandsmet og tvö Norðurlandamet er nokkuð gott á einni helgi og toppar árangurinn hans frá NM ungmenna 2022 þar sem hann vann silfur í liðakeppni og 4 sæti í einstaklingskeppni.

Það blés ansi fast í gull úrslitaleiknum á sunnudeginum og erfiðar aðstæður til að skjóta í. Þar mætti Ragnar hinum Finnska Riippi Joonas í keppni um titilinn. Leikurinn var jafn en Riipi tók sigurinn 133-129 gegn Ragnari. Mögulegt er að horfa á leikinn í heild sinni hér:

Í liðakeppni var lið Íslands (Ragnar, Ísar og Jóhannes) efst í undankeppni mótsins og sló landsliðsmet og Norðurlandametið í undankeppni liða. Ísland var því talið sigurstranglegasta liðið á mótinu en þurfti að sætta sig við silfur eftir að tapa fyrir sameiginlegu liði Finnlands og Danmerkur í gull úrslita leiknum.

Samantekt af niðurstöðum og árangri Ragnars af NM ungmenna 2023:

  • Silfur CU18M
  • Silfur lið CU18
  • Íslandsmet CU18M 669
  • Landsliðsmet CU18 unisex 1889
  • Landsliðsmet CU18 unisex útsláttarkeppni 202
  • Norðurlandamet lið CU18
  • Norðurlandamet lið CU18 útsláttur

Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Ragnari, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023