Sóldís Inga Gunnarsdóttir Íslandsmeistari

Sóldís Inga Gunnarsdóttir úr Boganum í Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil trissuboga kvenna U16 á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina í Bogfimisetrinu.

Sóldís vann gull úrslitaleikinn í trissuboga kvenna U16 örugglega 141-135 á móti liðsfélaga sínum Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori úr Boganum. Eyrún Eva Arnardóttir úr Boganum tók bronsið.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Sóldís tók bronsið í einstaklingskeppni óháð kyni með öruggum sigri 139-125 í brons úrslitaleik gegn Manuel Arnar Logi Ragnarsson úr Skaust á Egilstöðum. Magnús Darri Markússon tók gullið og Eydís Sartori tók silfrið í keppni óháð kyni, en þau eru bæði liðsfélagar Sóldísar.

Sóldís tók silfrið fyrir Bogann í félagsliðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Guðjón Steinar Árnasson.

1x Gull, 1x Silfur, 1 Brons, flottur árangur á fyrsta Íslandsmóti.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: