Eydís Sartori Íslandsmeistari og með Íslandsmet um helgina

Eydís Elide Sæmundsdóttir Sartori úr Boganum í Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil trissuboga kvenna U16 félagsliðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Magnús Darra Markússyni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina í Bogfimisetrinu. Eydís og Magnús slógu Íslandsmetið í trissuboga U16 félagsliðakeppni á mótinu með skorið 1224, en metið var áður 1112 stig.

Eydís komst einnig í úrslitaleikinn um báða einstaklings Íslandsmeistaratitlana á mótinu.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Í gull úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitil einstaklinga óháð kyni mætti Eydís liðsfélag sínum Magnús Darra Markússyni úr Boganum í hörku leik. En leikurinn endaði í 139-138 naumum sigri Magnúsar og Eydís tók því silfrið Sóldís Inga Gunnarsdóttir liðsfélagi þeirra tók svo bronsið.

Um titil kvenna þá komst Eydís í gull úrslitaleikinn en tapaði þar leiknum 141-135 gegn vinkonu sinni Sóldísi Ingu Gunnarsdóttir og Eydís tók því silfrið. Eyrún Eva Arnardóttir liðsfélagi þeirra tók svo bronsið.

1x Gull, 2x Silfur, flottur árangur á fyrsta Íslandsmóti.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: