Ragnheiður Íris Klein varð tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina

Ragnheiður Íris Klein úr Hróa í Hafnarfirði vann tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti U16 í bogfimi um helgina.

Ragnheiður vann gull úrslitaleikinn í berboga kvenna U16 6-2 á móti Ásborg Styrmisdóttir úr Aftureldingu. Ragnheiður tryggði sér sigurinn með glæsilegri síðastri lotu þar sem hún skoraði fullkomið skor 10-10-10. Heba Kruger Hallsdóttir úr Boganum tók bronsið.

Á Íslandsmótum í bogfimi er einnig keppt um Íslandsmeistaratitil óháð kyni. M.a. svo að þeir sem eru kynsegin geti einnig tekið þátt.

Ragnheiður tók einnig Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni 6-2 í gull úrslitaleiknum gegn Ásborg Styrmisdóttir úr Aftureldingu. En þær mættust semsagt bæði í gull úrslitaleik kvenna og óháð kyni. Svanur Gilsfjörð Bjarkason úr Aftureldingu tók bronsið.

Ragnheiður endaði því sem tvöfaldur Íslandsmeistari í berboga U16. Er hægt að biðja um meira af fyrsta móti.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleikina í heild sinni hér: