Skráning á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) í fullum gangi

Skráning á NUM fer fram í gegnum íþróttafélögin og hafa öll íþróttafélögin fengið póst þess efnis. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í NUM 2021 hafið samband við íþróttafélagið ykkar til að skrá ykkur. Við hvetjum sem flesta til þess að taka þátt. Skráningarfresturinn fyrir íþróttafélög til þess að skila inn skráningum til BFSÍ er 17 Júní og því betra að skrá sig sem fyrst.

Áætlað er að Íslenski hluti NUM verði haldinn á Haukavelli í Hafnarfirði 3 júlí. https://www.google.com/maps/@64.0517077,-21.9677457,52m/data=!3m1!1e3

Aðeins um NUM 2021:

NUM mun fara fram með óhefðbundnu móti þar sem það verður milli landa fjarmót. Hvert þátttökuland mun halda NUM mót í sínu heimalandi og sameiginlegar niðurstöður verða gerðar úr undankeppni fyrir öll löndin og það verða loka niðurstöðurnar á NUM 2021.

Um mótið sem haldið verður á Íslandi fyrir Íslensku keppendurna á NUM er hægt að finna allar upplýsingar hér. https://archery.is/events/num-2021-island-nordurlandameistarmot-ungmenna/

Hægt er að finna upplýsingar um NUM sameiginlegu niðurstöðurnar á úrslitasíðu mótsins á Ianseo.net hér. https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7613

Mögulegt er að mismunandi veðuraðstæður geti haft áhrif á úrslit og þetta mót fer ekki eftir reglum heimssambandsins. Og sum lönd þar sem Covid ástandið er verra gætu þurft að halda NUM í tvemur pörtum á tvemur stöðum í sínu landi til þess að mæta kröfum sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 á hverju svæði. En Norðurlandasambandið ákvað frekar að fara þessa óhefðbundnu leið heldur en að aflýsa NUM annað árið í röð og gefa krökkunum allavega færi á því að taka þátt á þessu ári þó það sé með óhefðbundnu sniði.

Til viðbótar á NUM 2021 verður sér U22 flokkur þar sem að þeir sem eru 21 árs á árinu geta keppt. Ákveðið var að bæta þessum flokki við til þess að koma á móts við ungmenni sem voru 20 ára árið 2020 og misstu því af síðasta tækifærinu sínu til þess að keppa á NUM þar sem 2020 mótinu var aflýst.

Við vonum að árið 2022 verði aðstæður komnar í eðlilegt horf og hægt að halda NUM 2022 með eðlilegum móti. NUM 2022 verður haldið í Finlandi og nýlega er búið að festa dagsetningar á það mót 15-17 júlí. Sjá nánar hér.

Ef eitthvað er óljóst fyrir einhverjum er þeim ráðlagt að hafa samband við íþróttfélagið sitt, eða við Bogfimisamband Íslands til að fá frekari upplýsingar eða aðstoð við skráningu.

Áfram Ísland!!! 🙂