Undankeppni EM hefst á morgun.

Mögulegt er að fylgjast með úrslitum af EM á síðu heimssambandins eða skorskráningarkerfinu Ianseo. Aðeins einn keppandi keppir fyrir Ísland á mótinu Ewa Ploszaj í trissuboga kvenna en hún hefur sett miðið á það að komast í top 16 úrslit einstaklinga á EM. Áætlað er að keppni hefjist um hádegis leitið á morgun að Íslenskum tíma og undankeppni Ewa byrjar um 17:30 að Íslenskum tíma. Miðað við fjölda keppenda er öruggt að Ewa komist í lokakeppni og verður það haldið um 17 leitið á miðvikudaginn.

https://worldarchery.sport/competition/23365/antalya-2021-european-championships#!/

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8630

Á EM 2018 þá lenti Ewa í 44 sæti í undankeppni með 648 stig og endaði í 17 sæti eftir lokakeppni.

Í fyrstu umferð lokakeppni EM 2018 vann Ewa gegn Eriku Damsbo frá Danmörku 142-138. Erika er frábær en hefur verið mjög óheppin gegn Íslenskum keppendum á EM þar sem að Astrid Daxböck sló hana líka út af EM 2016 í fyrstu umferð lokakeppni.

Ewa var svo slegin út í næstu umferð EM gegn Andrea Marcos frá Spáni 133-146 en Andrea sigraði endanlega á EM 2018. Fyrir útsláttinn gegn Andreu varð Ewa mjög óheppin og týndi sleppinum sínum, mikið var leitað á svæðinu að sleppinum en hann hefur ekki en fundist. Ewa fékk á endanum lánaðann sleppi frá Filip Reitmeir frá Tékklandi góðum félaga okkar sem við skuldum enn einn öllara fyrir lánið. Það tók smá tíma að venjast nýja sleppinum en Ewa náði að koma sér á strik í seinni hluta útsláttarins en það var of seint til þess að vinna upp mismuninn sem hafði myndast eftir fyrstu umferðina.

Á EM 2018 voru 10 af 12 mögulegum sætum fyllt af Íslenskum keppendum og það var gert ráð fyrir því að EM 2020 yrði vel sótt af íslenskum keppendum áður en heimsfaraldurinn hófst. Áætlað var fyrir heimsfaraldurinn að trissuboga kvenna landsliðið yrði í 16 liða úrslitum aftur á EM 2020 eins og þær náðu á EM 2016, og ekki útilokað að trissuboga kvenna landsliðið næði í 8 liða úrslit. EM átti upprunalega að halda 2020 enn því var frestað til 2021 vegna Covid. Vegna Covid er um 5-20% minni þátttaka á EM 2021 en það er mismunandi eftir flokkum.

Um mánuði fyrir EM var Tyrklandi lokað í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins vegna alvarlegs ástands Covid þar í landi og því flestir íslenskir keppendur sem að hættu við mótið, þar sem líklegt þótti að mótinu yrði jafnvel aflýst á þeim tímapunkti og undankeppni Ólympíuleika fyrir Evrópu yrði fært á lokakeppni um Ólympíuleika í París (eins og hafði verið gert við Eyjaálfu undankeppni um sæti á Ólympíuleika). Á endanum var Evrópuþingið sem tengt er við Evrópumeistaramótið frestað aftur og það fært í fjarmóta fyrirkomulag þar sem ekki þótti öruggt að halda þingið, en ákveðið var að halda áfram með hald EM.

Nú er lokakeppnismót um sæti á Ólympíuleika í uppnámi þar sem að Frönsk yfirvöld hafa sett fyrir nokkrum dögum skyldu um 10 daga sóttkví á alla einstaklinga sem hafa ferðast til Tyrklands og ákveðinna annara landa þar sem Covid ástand er alvarlegt. Það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist tengt lokakeppni Ólympíuleika eftir fund franska íþróttasambandsins, bogfimi heimssambandsins og alþjóða ólympíunefndarinnar í dag um að endurvekja þær undanþágur sem frönsk yfirvöld voru búin að lofa fyrir lokaundankeppni Ólympíuleika.