Sjónvarpsviðtal við Önnu Maríu og Rakel á N4

Í föstudagsþættinum á sjónvarpsstöðinni N4 þann 3. júlí sl. var viðtal við Önnu Maríu Alfreðsdóttur og Rakel Arnþórsdóttur.  Tilefni viðtalsins var það að þær urðu báðar íslandsmeistarar í bogfimi á íslandsmóti ungmenna utandyra 2020 sem haldið var á Víðistaðatúni í Hafnarfirði um síðustu helgi.  Þessi glæsilegi árangur hefur vakið athygli á Norðurlandi þar sem þær keppa báðar fyrir Íþróttafélagið Akur á Akureyri.

Um þennan glæsilega árangur þeirra hefur verið fjallað í greinum hér á Archery.is  Anna María varð íslandsmeistari í trissuboga kvenna U18 og Rakel í sveigboga kvenna U21.

Hér er að finna sjónvarpsviðtalið við Önnu Maríu og Rakel á N4.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.