Sigríður með 2 Íslandsmet á Íslandsmóti öldunga.

Sigríður Sigurðardóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði sló Íslandsmetið sitt í sveigboga kvenna 50+ um 27 stig á Íslandsmóti Öldunga. Mótið var haldið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 28 Júní.

Metið var 557 stig en Sigga skoraði 584 stig. Sigga sló einnig metið í sveigboga tvíliðaleik ásamt Haraldi Gústafssyni úr Skotfélagi Austurland (vinstra megin á myndinni).

Sigga mætti Guðný Grétu Eyþórsdóttir frá Skotfélagi Austurlands í gull úrslitum. En þar tapaði Sigga 6-2.

Á Íslandsmótum ungmenna og öldunga er það mikið af flokkum sem eru að keppa að stundum gleymast góð úrslit í fárinu. Þó að titlinum hafi ekki verið náð að þessu sinni hjá Siggu var frammistaðan í skori það góð að við urðum að nefna það sér fyrst að það gleymdist.