Síðasta Íslandsbikarmót og sumarmót utandyra er á Sunnudaginn og skráning er opin til 23 júlí

Á sunnudaginn næsta (24 júlí) verður haldið Sumarbikarmót fyrir ungmenni og áhugamenn og síðar um daginn Íslandsbikarmót.

Ákveðið hefur verið að framlengja skráningarfrest mótsins til 23 júlí. Því er en mögulegt og opið að skrá sig á bæði mótin fyrir þá sem hafa áhuga á því að reyna við að bæta sitt besta skor.

Sumarmót BFSÍ Júlí (U21-U18-U16-Áhugamanna) – Hafnafjörður – 2.000.kr – Skrá fyrir 17 Júlí

Íslandsbikarmót BFSÍ Júlí – (Opinn) – Hafnarfjörður – 4.000.kr – Skrá fyrir 17 Júlí

Ákveðið var að aflýsa fjórða sumarbikarmótinu og Íslandsbikarmótinu í ágúst til þess að mögulegt væri að halda Íslandsmeistaramótið í Víðavangsbogfimi fyrr á árinu og þar sem að þátttakan á mótunum hefur farið mjög rólega af stað.