Rúnar Þór Íslandsmeistari í trissuboga 2019

Rúnar Þór Gunnarsson í BF Boganum í Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil í trissuboga karla á sunnudaginn.

Rúnar keppti um gull við Þorstein Halldórsson paralympics farann úr sama félagi.

Rúnar byrjaði undir eftir fyrstu umferðina en náði að jafna í annari umferð. í þriðju umferðinni náði hann 3 stiga forskoti og hélt svo áfram að víkka það alveg í endann þar sem hann vann 139-131.

Þessir 2 keppendur mættust einnig á Íslandsmótinu innanhúss 2019 þar sem Rúnar hafði betur. Rúnar er því Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss ásamt því að vinna gull í 50+ flokki á báðum mótunum líka. Hann er því óvéfengjanlegur Íslandsmeistari í ár í sínum flokkum (undisputed champion).

Rúnar vann einnig gull í alþjóðlegri blandaðri liðakeppninni ásamt Erlu Marý Sigurpálsdóttir úr sama félagi. Þau voru með hæsta skor í undankeppni af Íslendingunum og kepptu á móti hæstu alþjóðlegu konuni Kirsty Robb frá Skotlandi og hæsta karlinum Tim Buntinx frá Belgíu sem voru með hæsta undankeppnisskorið af alþjóðlegu keppendunum.

Ísland vann alþjóðlega liðið með yfirburðum 144-131 þrátt fyrir að líkurnar væru gegn Íslenska liðinu og alþjóðlega liðið talið mun sigurvænlegra fyrir upphaf gull keppninnar. Tim frá Belgíu gerði mistök og skaut í 10 á vitlausa skotskífu sem voru ekki gefin stig fyrir, en þó að sú ör hefði verið talin með hefði Íslenska liðið samt unnið hæglega 144-141

Hér fyrir neðan er útslátturinn um Íslandsmeistaratitilinn hans Rúnars.

Hér fyrir neðan er alþjóðlegi útslátturinn.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.