Ewa Íslandsmeistari í trissuboga í spennandi útslætti

Ewa Ploszaj í BF Boganum vann gull keppni Íslandsmeistaramótsins í trissuboga kvenna á sunnudaginn.

Ewa keppti á móti Erlu Marý Sigurpálsdóttir úr sama félagi um gullið.

Ewa byrjaði undir eftir fyrstu umferðina en náði sér fljótt á strik aftur og var rólega að víkka bilið og endaði með því að vinna með 3 stigum 132-129.

Við höfðum spáð Erlu sigurinn þar sem hún var með hærra skor í undankeppninni, en þetta sýnir að það er ekkert sem sigrar reynsluna undir pressu í sjónvörpuðum útslætti. Ewa var t.d. að keppa um brons á Veronicas Cup World Ranking Event fyrr í sumar og er þaulreyndur keppandi.

Ewa vann brons í alþjóðlegu keppninni á mótinu þar sem hún vann Önnu Maríu Alfreðsdóttir 130-117. Í alþjóðlegu keppninni enduðu 2 skoskar stelpur í gull keppninni.

Heildar framvindu mála er hægt að finna á youtube