Ragnar Þór Hafsteinsson höfðinu hærri í sveigboga á IceCup

Á IceCup síðustu helgi skoraði Raggi 539 stig sem var 68 stigum hærra en sá sem var með næst hæsta skorið!!!!!

Raggi er sá sem er oftast hæstur í skori á IceCup í sveigboga flokki og tekur venjulega verðlaun á flest öllum Íslandsmeistaramótum.

Ásamt því hefur hann keppt með landsliðinu í a.m.k. einum viðburði á ári síðustu 4 ár.

Ragnar er einnig Íslandsmeistari innandyra 2019 en hann þarf að verja titilinn sinn í Mars á þessu ári.

Það hefur ekki verið fjallað mikið um Ragga í bogfimifréttum, en það er vel vert að nefna hann þar sem hann er bæði gífurlega iðinn og góður íþróttamaður.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.