Fleiri frá Færeyjum en frá Íslandi búnir að skrá sig á Íslandsmót ungmenna og öldunga

Það er greinilegt að Færeyingar eru til í slaginn á Íslandsmótunum þó að Íslendingar séu seinir í að skrá sig á mótin. En skráningu á Íslandsmótin lýkur eftir 2 vikur, 1 febrúar.

Fjórar skráningar eru frá Færeyjum á U18 og U16 Íslandsmótið sem verður haldið 15 febrúar og átta Færeyskar skráningar á U21 og 50+ mótið sem verður haldið 16 febrúar.

Hægt er að sjá uppfærðar skráningar á ianseo.net munið að skrá ykkur!!

U16 og U18 Íslandsmótið er hægt aðs já hér http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6538

U21 og 50+ Íslandsmótið er hægt að sjá hér http://www.ianseo.net/Details.php?toId=6537