Ragnar Smári Jónasson Íslandsmeistari

Ragnar Smári Jónasson vann Íslandsmeistaratitil trissuboga karla U21 á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi um helgina í Bogfimisetrinu.

Ragnar vann gull úrslitaleikinn í trissuboga U21 örugglega 141-135 á móti Kaewmungkorn Yuangthong úr Hróa í Hafnarfirði. Jóhannes Karl Klein Hróa tók bronsið.

Á Íslandsmótum í bogfimi er einnig keppt í félagsliðakeppni og þar tók Ragnar silfrið ásamt liðsfélaga sínum Freyju Dís Benediktsdóttir.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleikinn í heild sinni hér: