Kaewmungkorn Yuangthong Íslandsmeistari með tvö Íslandsmet á ÍM ungmenna um helgina

Kaewmungkorn Yuangthong í Hróa í Hafnarfirði vann Íslandsmeistaratitil félagsliða ásamt liðsfélaga sínum Eowyn Marie Mamalias á Íslandsmóti ungmenna um helgina. Hann tók einnig silfur og brons í einstaklingskeppni á mótinu.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Kaewmungkorn mætti í gull úrslitaleik trissuboga karla U21 Ragnari Smára Jónassyni úr Boganum í Kópavogi. Þar enduðu leikar 141-135 fyrir Ragnari og Kaewmungkorn tók því silfrið. Jóhannes Karl Klein Hróa tók bronsið.

Í trissuboga U21 (óháð kyni) mætti Kaewmungkorn liðsfélaga sínum Jóhannes Karl Klein í brons úrslitaleiknum. Þar sigraði Kaewmungkorn örugglega og tók því bronsið. Eowyn úr Hróa tók gullið og Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Boganum tók silfrið í trissuboga U21 (óháð kyni).

Í félagsliðakeppni mætti Kaewmungkorn ásamt liðsfélaga sínum í Hróa Hetti Eowyn Marie Mamalias liði Bogans í Kópavogi. Þar vann Hrói öruggann sigur 150-146. En Eowyn og Kaewmungkorn settu Íslandsmetin í trissuboga U21 félagsliða í bæði undankeppni með skorið 1129 og útsláttarkeppni trissuboga U21 með skorið 150 á mótinu.

Alltaf gaman að taka alla litaröðina af verðlaunum á Íslandsmóti (Gull/Silfur/Brons), gotta catch em all.

Mögulegt er að sjá úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: