Ari Emin Björk með gull, silfur og brons á Íslandsmóti ungmenna

Ari Emin Björk úr Akur á Akureyri vann Íslandsmeistaratitil, tók eitt silfur og setti Íslandsmet í félagsliðakeppni í sveigboga U21 á Íslandsmóti ungmenna um helgina í Bogfimisetrinu.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Ari tók Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga U21 karla og Ari tók einnig silfur í félagsliðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Nönnu Líf Gautadóttir Presburg.

Bronsið tók Ari 6-2 í al Akureyrskum brons úrslitaleik í sveigboga U21 gegn liðsfélaga sínum Nönnu Líf Gautadóttir Presburg.

Alltaf gaman að taka alla litaröðina af verðlaunum á Íslandsmóti (Gull/Silfur/Brons), gotta catch em all.