Ólafur Íslandsmeistari í berboga með öruggum sigri um gull

Ólafur Ingi Brandsson í BF Boganum í Kópavogi varð Íslandsmeistari um helgina í berboga karla.

Björn Leví Gunnarsson úr sama félagi var andstæðingur Ólafs í gull keppni Íslandsmeistaramótsins.

Það sást á báðum að þeir voru farnir að anda mjög djúpt og taugarnar voru örugglega svipað spenntar og boginn. En Ólafur vann fyrstu 3 umferðirnar og vann því 6-0 á móti Björn Leví um gullið í berboga karla 2019.

Við spáðum Ólafi sigurinn á mótinu eftir undankeppnina en hann er mun reyndari keppandi undir pressu en Björn. Ólafur vann meðal annars 2 silfur og 1 brons á HM öldunga í bogfimi.

Berbogi karla var eini flokkurinn á Íslandsmeistaramótinu þar sem enginn alþjóðlegur keppandi var og því var enginn alþjóðlegur útsláttur í berboga.

Hægt er að skoða heildar framvindu mála í útslættunum á milli Ólafs og Bjarnar á youtube.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.