Guðbjörg Íslandsmeistari í berboga vann gull í bráðabana

Guðbjörg Reynisdóttir í BF Hróa Hetti í Hafnarfirði er Íslandsmeistari í berboga kvenna 2019.

Í gull keppni berboga kvenna mættust Guðbjörg og Guðný Gréta Eyþórsdóttir úr Skotfélagi Austurlands.

Guðbjörg byrjaði keppnina með öruggu forskoti og vann fyrstu 2 loturnar, staðan var 4-0. Guðný náði rétt svo að jafna þriðju lotuna og tók síðustu 2 loturnar með 1 stigs mun á örvagildunum. Guðný náði því að þvinga bráðabana þar sem báðar voru jafnar 5-5.

Í bráðabana er skotið einni ör, sá sem er með ör nær miðju vinnur. Guðbjörg skaut 8 og Guðný 6.

Guðbjörg lenti einnig í einnar örvar bráðabana um gull á norðurlandameistaramótinu 2019 þar sem hún tapaði norðurlandameistaratitlinum sem hún vann 2018.

Einnig var keppt í alþjóðlegum flokki á Íslandsmótinu þar sem alþjóðlegir keppendur mega taka þátt. Þar keppti Gunhild frá Noregi og endaði í þriðja sæti, Guðbjörg vann einnig gull í alþjóðlegu keppninni með 7-1 sigri á Guðnýu aftur.

Við spáðum Guðbjörgu sigurinn og það rættist úr því, en það þurfti bráðabana og munaði ekki miklu í þetta skiptið.

Mótið var haldið á Stóra Núpi Selfossi.

Hægt er að sjá heildar framvindu mála fyrir 4 hæstu keppendurna í öllum flokkum á youtube.