Guðbjörg tekur berboga titilinn og átti lengstu óbrotnu sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar

Guðbjörg Reynisdóttir átti sitt fyrsta ófullkomna Íslandsmeistaramót um helgina en náði samt að sýna yfirburði í sinni keppnisgrein í íþróttinni með því að slá Íslandsmet berboga kvenna og vinna Íslandsmeistaratitilinn í unisex (keppni óháð kyni).

Eins undarlegt og það er þá er nánast meiri frétt að Guðbjörg hafi tapað leik á Íslandsmeistaramóti heldur en að hún hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn, sem var orðið normið. Þar sem Guðbjörg hefur ekki tapað neinum leik á síðustu 11 Íslandsmeistaramótum í röð!!! Sem er lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar og ólíklegt er að nokkur annar muni leika það eftir. En sigurröðinni lauk á Íslandsmeistaramótinu um helgina þegar að Guðbjörg tapaði gegn Hebu Róbertsdóttir 6-2 í gull úrslita leiknum.

Frá vinstri verðlaunahafar í berboga kvenna: Guðbjörg Reynisdóttir silfur, Heba Róbertsdóttir gull og Birna Magnúsdóttir brons

Berbogi kvenna Íslandsmeistaratitlar
2023 Innandyra Heba Róbertsdóttir – BF Boginn – Kópavogi
2022 Utandyra  Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2022 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Víðavangi Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Utandyra  Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2021 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2020 Utandyra  Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2020 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2019 Utandyra  Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2019 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2018 Utandyra  Guðbjörg Reynisdóttir – BF Hrói Höttur – Hafnarfirði
2018 Innandyra Guðbjörg Reynisdóttir – ÍF Freyja – Reykjavík

Þvílík röð af árangri. Á þessu tímabili keppti Guðbjörg einnig um brons á Evrópumeistaramóti U21 2019, var í 5 sæti á EM fullorðinna 2022, vann þrjá Norðurlandameistaratitla ungmenna 2019, 2021 og 2022 (2020 var aflýst), var í öðru sæti á World Series heimslista 2023 og fjórða á heimslistanum 2022, setti heimsmetið og Evrópumetið í berboga kvenna U21 og opnum flokki 2020 og hver veit hvað hún gerir næst? Evrópumeistari í berboga?

Heba Róbertsdóttir og Guðbjörg Reynisdóttir að keppa um titilinn í berboga kvenna

Guðbjörg vann Íslandsmeistaratitilinn í berboga unisex 6-4 í spennandi leik við Gumma Guðjónsson. Þar vann Heba Róbertsdóttir bronsið. Unisex Íslandsmeistaratitlum (eða titlum óháðum kyni) var bætti við í byrjun þessa árs af BFSÍ, m.a. til þess að stuðla að keppni milli karla og kvenna í íþróttinni og til þess að gefa þeim sem eru hvorki skráðir sem karlar né konur í þjóðskrá færi á því að keppa í íþróttinni (þriðja kynskráning í þjóðskrá kynsegin/annað). Því mætti segja að Guðbjörg sé fyrsti Íslandsmeistari í berboga allra (það þarf ekki að setja flokkun fyrir aftan s.s. karla, kvenna, unisex, þar sem allir Íslendingar gátu keppt um titilinn).

Það getur verið sárt að tapa Íslandsmeistaratitlinum í unisex 6-4 gegn Guðbjörgu á síðustu örinni eftir 12 klukkustunda keppnisdag. Gummi þurfti á síðustu örinni í leiknum 10 stig til að vinna, 9 stig til að jafna og knýja fram bráðabana en hann skaut 7 stig og Guðbjörg tók fyrsta því unisex Íslandsmeistaratitilinn og sýndi sig betri en karlana

Samantekt af titlum, metum og verðlaunum Guðbjargar á mótinu:

  • Íslandsmeistari berboga (unisex, keppni óháð kyni)
  • Silfur berboga kvenna
  • Brons í berboga blandaðri félagsliðakeppni (1kk og 1kvk)
  • Íslandsmet berboga kvenna 503 stig
Frá vinsti til hægri: Heba Róbertsdóttir, Guðbjörg Reynisdóttir og Gummi Guðjónsson

Guðbjörg Reynisdóttir er búin að slá berboga kvenna Íslandsmetið í nánast hverjum mánuði síðasta hálfa árið. Metið var áður 490 stig frá því í janúar og er nú 503 stig eftir undankeppni Íslandsmeistaramótsins þar sem hún sló metið aftur!

Guðbjörg er einnig landsdómari og var dómari á Íslandsmeistaramótinu á sunnudeginum þegar að sveigboga og langboga flokkar voru að keppa. Hér sést hún tilkynna sigurvegara í langboga úrslitum

Guðbjörg var að miða á að vinna sín fyrstu verðlaun í A-landsliðsverkefni á Evrópumeistaramótinu í Tyrklandi í febrúar. En EM var því miður aflýst vegna þjóðarsorgar vegna aðstæðna í Tyrklandi eftir að jarðskjálftahrina reið yfir landið. Guðbjörg þarf því að færa markmiðið á EM í Króatíu 2024 😉

Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina