Nói Barkarson vann þrjá Íslandsmeistaratitla á Íslandsmeistaramótinu um helgina, einstaklings, félagsliða og blandaðra félagsliða. Hann var einnig með hæsta skor í undankeppni mótsins.
Nói vann Íslandsmeistaratitil trissuboga karla innandyra 2020, 2021 og núna 2023. Hann tapaði titlinum 2022 gegn Alfreð, eftir að Nói sló Íslandsmetið í útsláttarkeppni í leiknum fyrir úrslitaleikinn (í undanúrslitum) með 148 stig.
Gull úrslitaleikir síðustu 4 ár innandyra hafa verið mjög jafnir
- 2020 Nói vs Carsten 141-140
- 2021 Nói vs Alfreð 141-140
- 2022 Nói vs Alfreð 140-142
- 2023 Nói vs Alfreð 143-142
Nói vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í blandaðri félagsliðakeppni með liðsfélaga sínum Freyju Dís Benediktsdóttir 150-146 gegn félagsliði ÍF Akur og tók Íslandsmeistaratitil karla félagsliða.
Íslandsmeistaratitlar sem Nói vann á mótinu:
- Nói Barkarson – BF Boginn – Trissubogi karla
- Trissubogi blönduð félagsliðakeppni – BF Boginn Kópavogi
Nói Barkarson og Freyja Dís Benediktsdóttir - Trissubogi karla félagslið – BF Boginn Kópavogi
Nói Barkarson, Albert Ólafsson og Ísar Logi Þorsteinsson
Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:
- Íslandsmeistaramótið var haldið helgina 25-26 febrúar í Bogfimisetrinu í Reykjavík af Bogfimisambandi Íslands (BFSÍ).
- Niðurstöður mótsins í alþjóða skorskráninga kerfinu ianseo
- Livestream af úrslitum í berboga og trissuboga flokkum á laugardeginum
- Livestream af úrslitum í sveigboga og langboga flokkum á sunnudeginum
- Myndir af mótinu á smugmug
- Stök myndskeið af öllum úrslitaleikjum á Archery TV Iceland Youtube rásinni (eru í vinnslu þegar þetta er skrifað, koma út síðar)
- Og í fréttum frá BFSÍ hér fyrir neðan
Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina