Níu að leið að keppa á HM í Berlín í vikunni

Níu keppendur fá Íslandi eru á leið á vegum BFSÍ að keppa á HM utandyra í Berlín sem haldið verður 31 júlí til 6 ágúst.

Eftirfarandi munu keppa fyrir Íslands hönd á mótinu í eftirfarandi keppnisgreinum.

Í sveigboga karla

  • Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn
  • Dagur Örn Fannarsson – Boginn

Í sveigboga kvenna

  • Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
  • Valgerður E. Hjaltested – Boginn
  • Astrid Daxböck – Boginn

Í trissuboga karla

  • Alfreð Birgisson – Akur

Í trissuboga kvenna

  • Anna María Alfreðsdóttir – Akur
  • Ewa Ploszaj – Boginn
  • Astrid Daxböck – Boginn

HM utandyra verður einnig fyrsta undankeppni þátttökurétta á Ólympíuleikana 2024, en ólíklegt telst að Ísland vinni þátttökurétt á HM þar sem aðeins 3 efstu einstaklingar á HM fá þátttökurétt á Ólympíuleikana.

738 þátttakendur eru frá 81 þjóð á HM sem er óvenju lítil þátttaka miðað við HM fyrri ára. En mótið var óvenju dýrt á þessu ári og því mörg lönd sem hafa einfaldlega ekki efni á því að taka þátt. Einnig er mögulegt að eftirköst eftir kórónuveirufaraldurinn séu eitthvað að spila inn í þátttöku.

Mögulegt verður að fylgjast með mótinu á https://www.ianseo.net/Details.php?toId=14856 og á vefsíðu Alþjóðabogfimisambandsins https://www.worldarchery.sport/competition/25462/berlin-2023-hyundai-world-archery-championships