Marín Aníta Hilmarsdóttir sigrar kynjabardagann og tekur Íslandsmeistaratitilinn utandyra

Marín Aníta Hilmarsdóttir tók sjötta einstaklings Íslandsmeistaratitil sinn í meistaraflokki á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi sem haldið var helgina 15-16 júlí á Hamranevelli í Hafnarfirði.

Marín vann titilinn í sveigboga unisex (keppni óháð kyni), en slíkum Íslandsmeistaratitlum var bætt við m.a. til þess að gefa konum og körlum tækifæri að keppa sín á milli og svo að keppendur sem eru skráðir kynsegin hafi einnig tækifæri á því að keppa um titla. Og eins og Marín segir með sinni frammistöðu, konur eru bara betri hehe.

Viðbót Íslandmeta fyrir þriðju kynskráningu og formleg viðbót á Íslandsmeistaratitlum óháðum kyni

Marín vann einnig Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni kvenna ásamt liðsfélögum sínum úr BF Boganum Astrid Daxböck og Valgerði E. Hjaltested.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði