Marín tekur Íslandsmeistaratitlana í U18 gegn Höllu Sól, U21 gegn Valgerði, sló Íslandsmet og sigraði kynjakeppnina

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi átti frábæra helgi á Íslandsmóti ungmenna 30-31 október og vann 5 Íslandsmeistaratitla ungmenna um helgina, sló sitt eigið Íslandsmet í U18 575-574 og vann karlana.

  • Íslandsmeistari Liðakeppni sveigboga kvenna U18 – Halla Sól Þorbjörnsdóttir liðsfélagi
  • Íslandsmeistari Liðakeppni sveigboga kvenna U21 – Valgerður Einarsdóttir Hjaltested liðsfélagi
  • Íslandsmeistari Parakeppni (mixed team) sveigboga U21 – Dagur Örn Fannarsson liðsfélagi
  • Íslandsmeistari U18 (einstaklings)
  • Íslandsmeistari U21 (einstaklings)

Ekki eru úrslita leikir í liða- og parakeppni á Íslandsmótum í U16/U18 flokkum og titlarnir því afhentir byggt á hæst skorandi liðum í undankeppni. En þetta var í fyrsta sinn sem haldin eru úrslit í liðakeppni U21 og sýnt frá úrslitum liðakeppni á livestream á Archery TV Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Í gull úrslitum U18 mætti Marín liðsfélaga sínum Höllu Sól Þorbjörnsdóttir. Þar vann Marín 6-0 og þurfti 10 í þriðju umferðinni til að tryggja sér sigurinn. Halla og Marín eru báðar á síðasta ári í U18 flokki (17 ára á árinu), þær hafa barist um U18 titlana síðustu 2 ár og Marín hefur oftast haft betur um einstaklings titilinn en ekki alltaf. Af 4 titlum á síðustu tveim árum vann Marín 3 og Halla 1. Melissa Tanja Pampoulie tók bronsið í U18 flokki. Allar stelpurnar eru í BF Boganum og eru allar mjög nánar.

Í undanúrslitum U21 mætti Marín Höllu þar sem Marín sigraði 7-1, Marín fór því í að keppa um gullið og Halla um brons. Í gull úrslitum U21 mætti Marín liðsfélaga sínum Valgerði Einarsdóttir Hjaltested úr sama félagi. Þar vann Marín fyrstu tvær umferðirnar með miklu öryggi 4-0, á síðustu örinni í þriðju umferðinni þurfti Marín að skjóta 9 til að sigra og hún gerði það á línuni leikurinn endaði 6-0 og Marín hreppti því Íslandsmeistaratitilinn í U21 sveigboga kvenna gegn Valgerði. Halla Sól vann bronsið á mótinu gegn Melissu 7-3 en stelpurnar voru mjög jafnar í þeim leik.

Skemmtilegur sýningarleikur/vinaleikur var haldinn á Íslandsmóti U21 þar sem hæsta kona og hæsti karl í undankeppni í hverjum bogaflokki var boðið að keppa á móti hvert öðru ef þau vildu í smá “kynjakeppni”. Þar vann Marín í sjónvarpaða útslættinum gegn Degi Erni Fannarssyni úr BF Boganum 7-3.  Hægt er að lesa meira um það í þessari grein hér 

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík. Ekki er leyfilegt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama mótinu samkvæmt reglum WA, en þar sem Íslandsmót ungmenna eru í raun haldin sem tvö “ótengd” mót með sér skráningu og bæði skráð hjá heimssambandinu, þá geta þeir sem eru á réttum aldri og hafa kjarkinn í það keppt á U16/U18 mótinu og keppt upp fyrir sig í U21 mótinu.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: