Eru karlar eða konur betri í bogfimi? Hvað er kynjahlutfallið í bogfimi? Hvernig stendur Ísland sig í ungmennastarfi miðað við aðrar þjóðir? BFSÍ prófar það á Íslandsmóti Ungmenna 2021

Tveir vinaleikir voru settir upp á Íslandsmóti U21 í gær þar sem efsta kona keppti á móti efsta karli í hverjum bogaflokki. Þessi tegund af keppni er ekki venjulega partur af Íslandsmótum í bogfimi en var skemmtilegur sýningarviðburður sem bætt var við með skömmum fyrirvara. Engin formlegur Íslandsmeistaratitill var í boði en það er oft hörð óformleg samkeppni milli einstaklinga af sitt hvoru kyninu.

Sambærileg fordæmi að slíkum sýningarleikjum milli karla og kvenna eru til frá heimssambandinu, s.s. hér 2016 þar sem besta trissuboga kona í heimi Sarah Lopes keppti gegn besta trissuboga karli í heimi Mike Schloesser https://www.youtube.com/watch?v=sVa0AdyI8eI.

Einnig eru mörg mót á Íslandi kynlaus þó að Íslandsmót séu kynbundin og það gefur því reglubundið tækifæri á því að kynin keppi sín á milli, þó að það hafi ekki verið gert í sjónvörpuðum útslætti áður.

Áhugvert var einnig að báðir keppendur í trissuboga voru örvhentir og báðir í sveigboga rétthentir. Mjög hátt hlutfall trissuboga keppenda á Íslandi eru örvhentir, og hlutfallið er líklega nálægt 50/50 á milli örvhentra og rétthentra í trissuboga á Íslandi. Það er ekki neitt sérstakt sem gerir það betra fyrir örvhenta að keppa með trissuboga og tölfræði á heimsvísu er almennt nokkuð jöfn við tíðni örvhentra/rétthentra eða um 10/90

Nói Barkarson BF Boginn VS Anna María Alfreðsdóttir ÍF Akur

Nói Barkarsson í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi og Anna María Alfreðsdóttir í Íþróttafélaginu Akur voru með hæstu skor í undankeppni U21 á Íslandsmótinu og kepptu því um óformlega “alsherjartitilinn” á mótinu í trissuboga U21.

Nói byrjaði sterkur fyrir karlana og náði 2 stiga forskoti eftir fyrstu lotuna 29-27 og það forskot hélst í annarri lotu 58-56. Í þriðju lotuni bætti Nói einu stigi við forskotið í 3 stig 87-84. Í fjórðu lotuni skoraði Anna fullkomið skor 10-10-10 og tók muninn niður í 1 stig fyrir síðustu lotuna 115-114. Útlit var því fyrir spennandi síðustu lotu. En Nói tók síðustu lotuna og endanlegt úrslit voru 144-142 Nói vann einn sigur fyrir karlana.

Dagur Örn Fannarsson BF Boginn VS Marín Aníta Hilmarsdóttir BF Boginn

Dagur Örn Fannarsson og Marín Aníta Hilmarsdóttir bæði í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi voru með hæstu skor í undankeppni sveigboga U21 á Íslandsmótinu og kepptu því um óformlega “alsherjartitilinn” á mótinu í sveigboga U21.

Dagur byrjaði á því að taka fyrstu lotuna 2-0 fyrir körlunum, Marín jafnaði í næstu lotu 2-2, þau jöfnuðu svo þriðju lotu og deildu því stigunum þannig að staðan var 3-3 og tvær lotur eftir. Marín vann svo síðustu 2 loturnar og endanlega skorið var þá konur unnu 7-3.

Þannig að hver vann konur eða karlar?

Í raun var bara einn sigurvegari, Ísland. Þar sem merki er um að gífurlega efnilegir einstaklingar séu á uppleið í íþróttinni til jafns í kvenna og karla flokkum. En þar sem konurnar unnu sveigbogann og karlarnir unnu trissubogann skulum við kalla það jafntefli milli karla og kvenna 1-1 😉

Um 15% minni þátttaka var á Íslandsmótum ungmenna 2021 en árið 2020, Covid er mjög líklega stærsti áhrifavaldur þess. 36 skráningar voru í heildina á Íslandsmót ungmenna 2021 og skiptist jafnt milli kvenna og karla 18 kk vs 18 kvk. Þó að mun fleiri strákar byrji í íþróttinni og fleiri karlar stundi íþróttina, þá halda fleiri af þeim stelpum sem byrja í bogfimi áfram og því jafnast hlutfall karla og kvenna þegar kemur að keppendum á hærri stigum íþróttarinnar.

Til að gefa samanburð við aðrar þjóðir um þátttökufjölda á ungmennamótum:

  • 36 skráðir á Íslandsmót ungmenna
  • 26 Grikkir skráðir á landsmót ungmenna í Grikklandi
  • 15 Írar skráðir á landsmót ungmenna í Írlandi
  • 70 Svíar skráðir á landsmót ungmenna í Svíþjóð
  • 100 Danir skráðir á landsmót ungmenna í Danmörku

Það er því gott merki um það að við stöndum vel gagnvart öðrum þjóðum þegar kemur að ungmennastarfi, sérstaklega miðað við höfðatölu og þess að bogfimi hefur verið í virkri þróun í minna en áratug.

Þar sem bogfimi er auðmælanleg íþrótt vilja margir keppendur síður keppa ef þeir gera ekki ráð fyrir því að þeir eigi möguleika á því að sigra. Það sama á við á alþjóðlegum mótum og normið er að löndin senda ekki einstaklinga eða lið af því að þeir gera ráð fyrir því að þeir séu ekki nægilega góðir til þess að það sé þess virði að senda þá. Sem er sorglegt þar sem að maður getur ekki unnið ef maður tekur ekki þátt og nokkur tilfelli komu upp á Íslandsmóti ungmenna þar sem að einstaklingar sem voru taldir mun sigurstranglegri töpuðu. Markmiðið á að vera að taka þátt til gamans, ekki ákveða úrslitin áður en mótið byrjar. Ein besta leið til þess að verða betri og byggja upp reynslu er að taka þátt á mótum, og engin byrjar í íþrótt á því að vera bestur.