Marín og Valgerður með frábæra frammistöðu á Innanfélagsmótaröð BF Bogans

Marín Aníta Hilmarsdóttir sló Íslandsmetið í U21 sveigboga kvenna á innanfélagsmótaröð BF Bogans í kvöld með skorið 540. Aðeins 3 konur hafa skorað 540 eða hærra skor á Íslandi.

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested skoraði 516 stig á mótinu, þetta er í fyrsta sinn sem Valgerður skorar yfir 500 stig í móti. Aðeins eru 2 stelpur yngri en 21 árs sem hafa skorað yfir 500 stig í keppni í U21 flokki.

Samtals eru færri en 10 konur sem hafa skorað yfir 500 stig á móti á Íslandi og því góðs viti að þeim fjölgar.

Marín er einnig á leið á lokakeppni Ólympíuleika og World Cup í París í Frakklandi eftir rétt rúma viku og á HM ungmenna í Ágúst en bæði þau mót eru utandyra.

Mótið var fámennt en ekki er búið að auglýsa mótaröðina mikið og margir keppendur í BF Boganum sem eru að einbeita sér að utandyra mótum sem stendur. En vonast er til þess að það muni fjölga mikið í framtíðinni.

Áætlað er að Marín og Valgerður muni báðar taka þátt á Evrópumeistaramóti innandyra í U21 í febrúar á næsta ári ef allt gengur eftir.

Hægt er að sjá heildar úrslit mótsins hér.

https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8580